Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 13

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 13
Með Hlyni frænda á barnaskólaskemmtun Ipætti Gísla Marteins2004ásamt Kjartani Jónssynigítarleikara, Guámundi Steingrímssyn trommara og Kristni Valdimarssyni bassaleikara heföi í gær þegar við löbbuðum saman upp stiga skólans til að hitta Karl í fyrsta skipti. Hann setti mig strax í harmonikusveitina, sem Reynir frændi var líka í. Sveitin var eingöngu skipuð körlum þar til ég fór að spila með henni. Með þeirri sveit tók ég þátt í fyrsta harmonikulandsmótinu sem FHUR hélt í Sigtúni í Reykjavík árið 1982. Með ótvíræða hæfileika Karl var afskaplega laginn kennari og hjá honum tók ég 2. stig í tónlist og fékk vitnisburðinn:„Hæfi!eikar ótvíræðir". Með þessa yfirlýsingu hans í farteskinu náði óstýrilæti mitt yfirhöndinni og ég hætti formlegu tónlistarnámi þar til ég var 29 ára. Þá lærði ég tæpan vetur á harmoniku hjá Guðmundi Samúelssyni. Ekkert hafði breyst, ég var enn óþolinmóð og erfiður nemandi og hætti áður en vetrinum lauk þegar ég þurfti að æfa ameríska þjóðsönginn. Síðar fór ég í klassískt söngnám til Oldu Ingibergsdóttur og þegar ég bjó um tíma í Maastrict í Hollandi hélt ég áfram söngnámi hjá Peter Nievelstein. Við tónlistarskólann þar var hægt að kaupa 10 tíma klippikort til að læra á hljóðfæri og ég keypti eitt kort og sótti harmonikutíma hjá Dominique Paats. Hann var alveg á því að fólk ætti líka að læra tónlist eftir eyranu og ég tileinkaði mér nokkra góða hluti þar. Þegar heim var komið aftur, alla leið norður á Akureyri, lauk ég miðstigi í klassískum söng og sótti samhliða harmonikutíma hjá Ingva Vaclav. Eg ætlaði mér að taka formlegt nám og klára einhver stig en Vaclav sá strax að ég var seinlæs á nótur og að ég hafði enga þolinmæði til að lesa þær. Eg var mikið fljótari að hlusta á lögin og spila þau eftir eyranu þó ég tæki mér stundum þó nokkuð skáldaleyfi til að fylla upp í hluta sem ég mundi ekld alveg. Hann sagði að ef ég ætlaði í formlegu stigin myndi það kosta mig mikinn aga (sem augljóst var að ég hafði ekki) en hvatti mig til að halda áfram að spila og vera ég sjálf. Eg hætti hjá honum sátt með ákvörðunina en ég hætti líka í klassíska söngnáminu. Eg hafði ákveðið að setjast aftur á skólabekk og taka Diploma nám í starfsendurhæfingu við Háskólann á Akureyri. Þó ég elskaði söng- námið og félagsskapinn í tónlistarskólanum varð ég að velja á milli því það hefði verið fráleitt fyrir mig að vera í hvoru tveggja og sinna því almennilega því það var mjög mikið að gera í harmonikuleiknum og ballspili líka. Þegar ég kvaddi söngnámið mitt og labbaði frá skólanum í síðasta sinn var ég með kökk í hálsinum og tár í augunum. Að halda taktinum Svo ég víki aftur að því þegar ég var barn og unglingur þá eru þær skemmtanir sem ég man eftir í sveitinni helstar jólaböllin og skóla- skemmtanir. Fljótlega fór ég að spila á þeim sjálf, ýmist á píanó eða harmoniku. Það var þó ekki fyrr en ég fór að spila með Agli Jónssyni upp úr tvítugu að ég fór að spila á böllum fyrir fullorðna. Eg hef alla tíð fengið þakkir fyrir taktfasta spilamennsku og þykir vænt um það. Það hlýtur að vera eitt það mikilvægasta þegar spilað er fyrir dansi og eins finnst mér mikilvægt að kunna sjálf að dansa. Þó ég geri ekki mikið af því lærði ég alla helstu dansana hjá Sigurði Hákonarsyni danskennara þegar hann kom norður, bæði í barnaskólann á ströndinni og í Hrafnagilsskóla. Þó ég sé búin að gleyma flóknari sporum í dag þá hangir grunnurinn inni og það er hann sem skiptir mestu máli. Þegar ég velti fyrir mér framtíð harmonikunnar almennt er ég sannfærð um að hún kemur til með að lifa alla tíð og vera hluti af allri músik. Þar sem mikil áhersla er á klassíska tónlist þegar formleg kennsla er annars vegar eru allar líkur á að dansmenningin sem hefur fylgt henni sé í meiri hættu. Það er hins vegar svo að hlutir ganga í og úr tísku og hver veit nema það eigi eftir að ganga aftur í garð dansbylgja svipuð þeirri sem nú virðist vera að hverfa svo mikið. Dans er jú bæði skemmtilegur og mjög heilsusamlegur bæði fyrir sál og líkama og heilsa, hollusta og hreyfing er það sem allt snýst um í dag. Ef/þegar þetta gerist þá verður nikkan til staðar til að taka þátt í fjörinu. Á þessum tímapunkti í lífi mínu er harmonikan og tónlist yfir höfuð enn sem áður kjarninn í lífi mínu, fasti punkturinn sem alltaf er til Meí markpjálfanum Ingvari Jónssyni staðar alveg sama hvað á gengur. Núna er ég stoltur félagi í Harmonikufélagi Þingeyinga og kem fram fyrir þeirra hönd. Uppáhalds harmonikuleikararnir mínir í dag eru finnski harmonikuleikarinn Erkki Friman og Lars Karlsson hefur verið það frá því að Harmonikufélag Reykjavíkur fór og heimsótti hann til Svíþjóðar. Eg hlusta á þessa tvo hvern einasta dag þegar ég keyri í vinnuna en það tekur mig tæpa tvo tíma alla virka daga því að ég bý í Flóahreppnum austan við Selfoss en vinn í Reykjavík. 13

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.