Harmonikublaðið - 15.09.2021, Síða 16

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Síða 16
 Ýdalahátíðin 2021 Þegar kom fram á síðastliðið sumar mátti greina óþreyju margra harmonikuunnenda eftir harmonikumóti. Landsmótinu, sem halda átti í Stykkishólmi hafði verið frestað í annað sinn og sömuleiðis harmonikumótunum á Borg, Laugarbakka og á Steinsstöðum. Það var því ekki björgulegt á að horfa efÝdalir og verslunarmannahelgin færu á sömu leið. Það bárust fréttir um að von væri á mörgum gestum á Ýdalahátíðina, jafnvel víða að af landinu. Upp úr miðjum degi síðasta miðvikudaginn í júlí var kominn dágóður hópur glaðra unnenda við samkomuhúsið Ýdali og bjartsýni skein af hverju andliti. Nú skyldi tekið á því í fyrsta skipti síðan um verslunarmannahelgina 2019. Það vantaði því Eins og oft vill verða á harmonikuhátíðum myndast stundum biðraðir við salerni. Þá varð þessi til: A dollunni sér dundað gat, drjúgar stundir liðu. Þar óratíma Siggi sat, sautján stóðu og biðu. Fólk lá og sólaði sig stóran hluta helgarinnar (sem taldi fjóra daga) og naut tónlistar sem ómaði um svæðið. Aðaltjaldsvæðið er á flötum fyrir sunnan samkomuhúsið Ýdali. Friðrik orti: Þeir sem nú um þessar mundir, þeysa út um koppagrundir. Eiga sínar unaðstundir, aðallega sunnan undir. á miðnætti og því brá mótsstjórnin á það ráð á flýta dagskránni. Laugardagstónleikarnir hófust því klukkan hálf tvö og þar steig fyrstur á sviðið fjórtán ára Þingeyingur af mikilli harmonikuleikaraætt, nefnilega Heimir Sigurpáll Arnason, Hann hefur auðheyrilega stundað námið af kappi þetta eina ár sem það hefur staðið, því hann sýndi óvenju skemmtileg tilþrif. Þá steig hljómsveitin Braz á svið en hana skipa Árni Olafsson harmonikuleikari, gítarleikararnir Jóhann Möller og Bjarni Gunnarsson, Gunnar Möller á bassa og Jose Moreira á trommur auk söngkonunnar Svövu Hrundar Friðriksdóttur, sem skreytti tónlistina listavel. Brazi tókst vel upp að vanda. Hildur Petra Friðriksdóttir og Guðný Kristín Skoítis meS elegans Hildur Petra og Guiný Kristín að loknu balli i Ýdölum ásamt Marinó Björnssyni basssaleikara, Áma Katli Friðrikssyni trommuleikara ogHauki Má Ingólfssyni gítarleikara aðeins eina viku á, að liðin væru tvö ár frá síðustu harmonikuhátíð. Fréttir af Covid á fimmtudeginum voru þó ískyggilegar og smám saman fór að bera á að vomur væru komnar á einhverja. Forráðmenn Þingeyinga og Eyfirðinga báru saman bækur sínar og réðu ráðum sínum um framhaldið. Einhverjir voru á því að fresta öllu saman, en fleiri vildu halda óbreyttu striki. Miðað við fréttaflutning fjölmiðla gæti brugið til beggja vona um framhaldið. Veðrið á Norðurlandi var upp á sitt blíðasta í sumar og það átti svo sannarlega við þessa síðustu helgi í júlí. Eins og alltaf var lífleg spilamennska á svæðinu allan þennan aðfarardag mótsins. Meðal gesta var Siggi Frikki frá Þingeyri, valinkunnur sómamaður og harmonikuleikari. Friðrik Steingrímsson var með sinn húsvagn stutt frá húsbíl Sigga Frikka. Eitthvað fannst Friðriki hinn hafa látið á sjá og sendi honum þessa kveðju: Samanskroppinn allur er, eins ogþaninn strengur. Velmegunarvömbin er, varla nokkur lengur. Á föstudeginum var svo tekið af skarið um að hátíðin skyldi haldin með kurt og pí. Föstudagsballið hófst svo klukkan átta og það voru Norðfirðingar með Omar Skarphéðinsson í fararbroddi, sem riðu á vaðið og varð fljótlega þröng á þingi á dansgólfinu. Vegna forfalla Strákabandsins, sem ætlaði að leika þetta kvöld, mætti næst á svið hljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, en hópur félaga hafði verið á æfingaferðalagi um Austfirði og þar á meðal staðið fyrir dansleik á Eskifirði að undirlagi Gyðu Guðmundsdóttur, sem telst til heimamanna á Neskaupstað. Kristján Ólafsson stjórnaði hópnum, ýmist með harmoniku eða saxófón. Ekki fækkaði á gólfinu við þetta. Næstir á svið voru svo Héraðsbúar og leystu þeir verkefnið af fagmennsku, sem fýrr. Það voru þær stöllur Hildur Petra Friðriksdóttir og Guðný Kristín Erlingsdóttir, sem luku ballinu um miðnættið og var þá ánægjubros á mörgum andlitum, þegar hópurinn hvarf út í sumarnóttina og inn í draumalandið, sem beið í svefnstað á tjaldsvæðinu við Ýdali. Það varð ljóst snemma á laugardeginum að samkomubann tæki gildi Erlingsdóttir tóku við af Brazi og gerðu það fagmannlega. Þá stigu fram þrjá ungar konur úr Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð undir nafninuTríó EMA. Þetta eru þær Agnes Harpa Jósavinsdóttir, Elsa Auður Sigfúsdóttir og Maria Kirilova Slavkova. Þeirra þáttur var verulega metnaðarfullur og mætti jafnvel kalla eyrnakonfekt. Einar Guðmundsson, afabróðir Heimis Sigurpáls, sem hóf tónleikana, lauk þeim síðan með þeim elegans sem alla tíð hefur verið hans aðalsmerki. Þar sem öllu hafði verið flýtt var næst á dagskrá dansleikur sem hefjast skyldi klukkan sjö, en ekki átta. Fyrsti klukkutíminn fór að venju í að draga í happdrætti mótsins og lauk því um átta. Friðrik Steingrímsson sá ástæðu til að minnast á 38 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna meðan beðið var eftir dansinum. Þá flóðu happ- drættisvinningar frúarinnar út af borði hjón- anna. Eg er orðinn gamallgrár, Guð mér eitt sinn sendi þig. Iþrjátíu og átta ár, umboriðþú hefur mig. 16

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.