Harmonikublaðið - 15.09.2021, Síða 5

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Síða 5
Nú er lag á Borg Það varð ljóst viku fyrir verslunarmannahelgina, að ekkert yrði úr háu'ð Félags harmonikuunnenda í Reykjavík að Borg í Grímsnesi. Eins og hjá fleirum er þetta annað árið í röð, sem harmonikuhátíð fellur niður. Væntanlegir þáttrakendur báru sig þó vel, brostu í gegn um tárin og kváðust mundu mæta á Borg, þó enginn yrði dansleikurinn. Nokkrir óku beint frá Ydölum suður, enda útlit fyrir að blíðan yrði á Suðurlandi þessa helgi. Það er ástæða til að nefna að dágóður hópur hafði verið hálfan mánuð á harmonikuflakki í kring um landið, þegar þarna var komið. Strax á miðvikudeginum var slæðingur kominn af fólki og fleiri bættust við næsta dag. A föstudeginum var harmonikuunnendaflötin nánast fullsetin og fólk farið að koma sér fyrir á næstu flötum. Samkomutjaldið var risið hjá Kristjáni Olafs, það skein sól í heiði og bjart var yflr Borg. Bóndasonurinn frá Mývatni, Friðrik Steingrímsson lýsti dýrðinni í fjórum línum: Bjart eryfir bœndum hér, þeir byggj‘a upp heyjaforðann. A Suðurlandi sólin skín, sem ég tók að norðan. Fljótlega ómuðu harmonikutónar um svæðið og lífið var yndislegt. Á svona dögum láta menn gamminn gjarnan geysa, segja sögur, fara með skáldskap og skemmta sér og öðrum. Föstudagurinn leið sem ljúfur draumur í veðurblíðu og upp úr átta um kvöldið mætti Magnús Hlynur á svæðið til efnisöflunar fyrir Stöð 2. Mikið var leikið og sungið og gekk á því lengi kvölds. Margir heyrðu nýjan óvenjulegan tón, þar sem tveir saxófónar töluðu saman við undirleik harmonikuleiks. Fannst mörgum þetta góð tilbreyting. Laugardagurinn virtist ætla að verða svipaður, þegar ógnvænlegar fréttir bárust, um smit á Flúðum. Allt var það í upphrópunarstíl, en nóg til að sumir fundu fyrir ónotum og ræddu heimferð hið snarasta. Boð komu frá Guðmundi Borgarstjóra að nú væri skollin á grímuskylda á salernum svæðisins. Friðrik var fljótur að koma þessu í vísuform: Vont erþetta veiruraus, því virðist ekkert linna. Nú get ég ekki grímulaus, gengið örna minna. Övenjulegt á harmonikumóti, Hans Jensson, Guðmundur Óli og Kristján Ólafsson sólarmegin í lífinu Föstudagsœfing í sólarblíðu Guðmundur Óli Sigurgeirsson teygði belginn í erg og gríð á Borg, sá á fésskruddunni að nikkur væru þandar í ónefndu brugghúsi um verslunarmannahelgina. Hann lýsti því svona: Nú eru víða nikkurþandar, nœstum því í hverri sveit. Með þeim sjást ofi gleðigandar, góðvinir á tjaldareit. Aðeins fækkaði í hópnum þegar leið á laugardaginn, enda margir slegnir óhug vegna fjölgunar smita og þó harmonikuunnendur kalli ekki allt ömmu sína, var mörgum nóg boðið og forðuðu sér. Það gerðist fyrir nokkrum árum að ritstjóra blaðsins varð það á að kalla hið risastóra fortjald hjá Friðriki Steingríms, forhúð. Hefur þetta jafnvel orðið einhverjum að yrkisefni. Aðfaranótt sunnudagsins rigndi örlítið og varð þá Pétri Bjarnasyni að orði: Réðst á okkur rigning blaut, rök er slóð - til ama. Forhúðar sinnar Friðrik naut, en Friðjóni stendur - á sama. Ekki hefur frést af smiti meðal þátttakenda í Ýdölum og á Borg og virðast þeir hafa farið að reglum þrátt fyrir allan galskapinn og sloppið með skrekkinn. FHUR stefnir að sjálfsögðu að móti á Borg næsta sumar. Friðjón Hallgrímsson. Myndir: Siggi Harðar Það er allt í lagi að brosa með harmoniku 5

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.