Harmonikublaðið - 15.09.2021, Side 6
Fréttir frá félagsstarfí H.F.Þ.
Segja má að rólegt hafi verið yfir öllu félagsstarfi
hjá okkur eins og vænta mátti í öllu Covid
fárinu. Félagsfundur var haldinn 14. mars á
Breiðumýri. Þar mætti 21 félagi. Að venju var
samspil á harmoniku í um eina klst fyrir
fundinn. Það gerðu þau Jóel Friðbjarnarson,
Katrín Sigurðardóttir og Rúnar Hannesson.
Fundi lauk svo með kaffisamsæti og spjalli.
Var ánægjulegt að geta komið saman eftir langt
hlé og voru allir glaðir í sinni.
Næst er til að taka, að félagið efndi til
Grillhátíðar sem að þessu sinni var haldin í
Sólvangi áTjörnesi laugardaginn 5. júní. Mætt
var á staðinn kl. 15:30 og haldinn félagsfundur,
sem 21 félagi mætti á. Síðan var tekið til
óspilltra málanna að grilla og sest að snæðingi.
Er menn höfðu borðað nægju sína voru
harmonikurnar dregnar fram og spilað og
dansað fram eftir kvöldi. Harmonikuspil inntu
afhendi Kristján Kárason, Jóel Friðbjarnarson,
Rúnar Hannesson, Katrín Sigurðardóttir og
Jónas Sigurðsson. Einnig barst okkur liðsauki
harmonikuleikara frá Akureyri, þeirra Valbergs
Kristjánssonar og Elínar Jóhannsdóttur, sem
bæði tóku lagið með félögum okkar. Alls
mættu á þessa grillhátið okkar um 50 manns
og var þetta skemmtileg og góð stund í frábæru
veðri og glaða sólskini.
Að síðustu skal ekki láta ógetið, að félagið í
samstarfi með Félagi harmonikuunnenda við
Eyjafjörð hélt útihátíð að Ydölum dagana 23.
til 25. júlí, en um þá hátíð verður fjallað af
öðrum aðila í blaðinu.
Jón Helgi Jóhannsson
Myndir: Valberg Kristjánsson
Er kvöldskuggar lœðast.
Kristján Kárason, Jóel FriSbjarnarson, Katrín SigurSardóttir og Rúnar Hannesson í Sólvangi
DansiS þiS meyjar og dansiSþiSJljóS
ÞaS hitnar í kolunum
6