Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 12
Hildur Petra Friðriksdóttir
CX$G) 0T3
I
1
/x- *
Einn er sá harmonikuleikari af yngri kynslóðinni sem vakið hefur verðskuldaða athygli
undanfarin ár. Þetta er Hildur Petra Friðriksdóttir. Hún hefúr ekki farið hefðbundnar
leiðir nema öðru hvoru, en verið þeim mun duglegri við að finna sínar eigin slóðir.
Margir telja hana einn af okkar bestu dansspilurum og takturinn er meitlaður í nikkurnar
hennar. Ritstjóranum fannst ástæða til að forvitnast um harmonikuleikarann Hildi
Petru, en nöfnin hennar fylgjast alltaf að. Hún féllst á að stikla á stóru um iífshlaup sitt.
Ég fæddist norður á Akureyri 2. desember
1966. Strax þá var ég byrjuð að flýta mér og
fæddist þó nokkuð fyrir tímann aðeins 8
merkur. Það kom þó ekki að sök og þær
lífsbjörgunaraðgerðir sem búið var að undirbúa
reyndust óþarfar. Ég grenjaði eins og enginn
yrði morgundagurinn og þótti ótrúlega spræk
og lífvænleg, fjörið var byrjað. Sökum smæðar
þurfti ég einhvern tíma til að ná heimfararþyngd
og þar sem mamma átti þrjú börn fyrir var
hún send heim á undan mér. Ég veit ekki hvort
það var vegna þess að hún skildi mig eftir en
það skall á mannskaðaveður og ófærð slík að
ekki var hægt að ná mér af spítalanum fyrr en
eftir áramótin. Ég ólst svo upp á Svalbarðsströnd
í Suður Þingeyjarsýslu, næst yngst fimm
systkina.
Spilaði og söng hástöfúm
Égvar, að sögn fjölskyldunnar, mjög óstýrilátur
og erfiður krakki og öllum ráðum beitt til hafa
stjórn á látunum í mér. Fjölskyldan var og er
öll músíkölsk og nokkuð til af hljóðfærum á
heimilinu. Ég var ekki byrjuð í barnaskóla
þegar mamma var búin að kenna mér þrjú
Foreldrar minir á brúSkaupsdaginn 1956
12
grip á gítar og ég dundaði mér tímunum
saman við að spila og syngja hástöfum.
A heimilinu var líka fótstigið orgel og
þar sat ég löngum stundum og spilaði
eftir eyranu. Mamma kenndi mér líka
að spila á greiðu sem mér fannst mjög
fýndið og skemmtilegt. Svo var auðvitað
hægt að nota trésleifar til að tromma á
potta og pönnur og pískur var ljómandi
míkrófónn.
Pabbi átti tvær harmonikur. Onnur
þeirra var 120 bassa og sú minni
sennilega 72 bassa. Ég bögglaðist með
bæði hljóðfærin frá því ég man eftir
mér. Sú minni hentaði auðvitað betur.
Enginn kenndi mér á harmoniku á
þeim tíma og ég man eins og gerst hefði
í gær þegar ég áttaði mig á að í stað þess að
fara alltaf upp á við frá merkta takkanum í
bassanum var líka hægt að fara niður. Þetta
jók möguleika á lagavali gríðarlega.
Fljótlega eftir að ég byrjaði í barnaskóla fór ég
að læra á orgel hjá Gígju Kvam. Það var eina
hljóðfærið sem hægt var að læra á í sveitinni
á þeim tíma. Ég tók fyrsta sdg í tónlist 21.
Með pabba sínum í sveitinni
Ráðgjafinn í vinnunni
maí árið 1977, þá 10 ára gömul. Frá
kennaranum fékk ég vitnisburðinn: „Ef hefði
byrjað að æfa fyrr, þá náð meiri árangri". Þessi
umsögn er enn í fullu gildi. Þrettán ára gömul
fór ég í heimavistarskóla á Hrafnagili og lærði
þar í rúman vetur á gítar hjá Birgi Karlssyni.
Á Hrafnagili var ég í skólahljómsveit sem
spilaði á uppákomum þar og þó ég væri að
læra á gítar þá spilaði ég á hljómborð og
stundum trommur með henni en ekki á gítar.
Það var spilað mikið á harmonikur heima,
pabbi greip sína við sérstök tækifæri, vinur
hans og nágranni kom stundum með sína og
Egill Jónsson, síðar spilafélagi minn, kom
með sína. Reynir Orn Leósson, bróðir pabba,
kom oft til okkar á þessum tíma og var þá
iðulega með harmoniku með sér og spilaði á
hana fýrir okkur. Alltaf bað hann mig að sækja
pabba nikku og spila fýrir sig, sem ég og gerði
og hann hrósaði mér og hvatti mig til dáða.
Hann þrábað pabba að koma mér í nám til
Karls Jónatanssonar sem þá kenndi við
Tónlistarskólann á Akureyri. Þegar ég var 14
ára lét hann til leiðast og ég man eins og gerst