Harmonikublaðið - 15.09.2021, Page 9
hans var Halli á Gerðisstekk, sem var kunnugur
mörgum harmonikuleikurum og sótti
harmonikuhátíðir hér á árum áður. Næst var
siglt upp að Rauðubjörgum og þaðan var
stefnan sett yflr flóann og að Páskahelli. Þar
stýrði skipstjórinn Einar Sveinn okkur
örugglega inn í víkina sem var stórkostlegt á
svo stórum báti. Þaðan var svo haldið inn í
höfn. Töluðu sumir um að þessi sjóferð hefði
verið hátindur helgarinnar.
Laugardagurinn byrjaði rólega. Fórum við
nokkur inn í Seldal, sem er miðdalurinn af
þremur dölum sem ganga inn úr Norðfirði.
Þar gengum við upp að fallegum fossi sem
heitir Hengifoss. Eftir hádegi fóru nokkrir að
spila golf og hinir með mér í lautarferð inn í
Fannardal. Þar fengum við okkur kaffi,
spjölluðum og slöppuðum af.
Laugardagskvöldið tókum við snemma og
fórum á Eskifjörð og borðuðum þar saman,
yfir þrjátíu manns. Við fengum mjög góðan
mat á Randulffssjóhúsi sem er gamalt norskt
síldarsjóhús og rekið af þeim heiðurshjónum
Berglindi og Sævari á Mjóeyri. Við héldum
svo feikna fjörugt ball á eftir, við spiluðum {
minni grúbbum en enduðum svo kvöldið öll
í samspili sem toppaði kvöldið. Veðrið var
dásamlegt, spegilsléttur sjórinn, dansað út á
bryggju, hvað er hægt að biðja um meira?
A sunnudeginum fór fólk að tínast í burtu í
minni og stærri hópum. Við vorum nokkur
sem fórum saman að Skjöldólfsstöðum í
Jökuldal og gistum þar tvær nætur. Við
skoðuðum heitasta ferðamannastað landsins,
Stuðlagil, með tilheyrandi ævintýrum. Svo
sóluðum við okkur og spiluðum bæði úti og
inni á Skjöldólfsstöðum. A miðvikudeginum
hélt hópurinn áfram norður í Ydali, þar náðist
að halda harmonikuhátíð áður en covid-lásinn
var settur á enn eina ferðina. Harmonikuvinir
fengu tvær vikur af stanslausu fjöri saman.
Þetta er svo frábær og gefandi félagsskapur,
hvað er hægt að biðja um meira.
Með harmonikukveðju,
Gyða Guðmundsdóttir varaformaður Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík
Myndir: Siggi Harðar
TDNAR
rfÍ'S'Íta/úl 37-45-S
37 nótur, 96 bassar, 4ra kóra
með handsmíðuðum tónum, 9,8 kg
f/ijtía/m
HIGH QUALITY ITALIAN ACCORDIONS
Akureyri: Mosateig 5 Sími 462 1520 & 660 1648
Reykjavík: Álfalandi 7 Sími 568 3670 & 824 7610
áiJHiLI
'fi BORSINI /
f/iji£a//a
d^nipa zeno seue (7óo4 ^omxzsu, POLVERINI Q f/otdenmfr
9