Harmonikublaðið - 15.09.2021, Side 3
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Abyrgðarmaður:
Friðjón Hallgrímsson
Hspigerði 2, 108 Keykjavík
Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet.is
W///
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðun/, www.heradsprent.is Prentgnpur
Forsíða: Forsíðumyndina tók Siggi Harðar af
harmonikuvinum á hryggjunni við Randuljfssjóhús á
Eskifirði.
Meðal efnis:
- Harmonikudagur á Þingeyri
- Nú er lag á Borg
- Fréttir frá félagsstarfi H.F.Þ.
- Fréttir að vestan
- Storm Duo
- Harmonikufjör í AustfjarðabHðu
- Minning Garðar Einarsson
- Minning Asvaldur Ingi Guðmundsson
- Viðtalið - Hildur Petra Friðriksdóttir
- Haustpistill úr Dölum
-1 þá gömlu góðu ...
- Ýdalahátíðin 2021
- Lag blaðsins - Jenni Jónsson
- Minningabrot félagsmanna FHUR
frá liðnu sumri
- Frostpinnar að vestan
Auglýsingaverð:
Bakjíða 1/1 síða kr. 28.000
1/2 síða kr. 18.000
Innsíður 1/1 síða kr. 22.500
1/2 síða kr. 14.000
1/4 síða kr. 8.500
1/8 síða kr. 5.500
Smáaugfýsingar kr. 5.500
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
25. nóvember 2021.
Ritstjóraspjall
Samkomutakmarkanir hafa nú verið í gildi að meiru eða
minna leyti síðan í ársbyrjun á síðasta ári. Þetta bitnar að
sjálfsögðu misjafnlega á fólki, en allir gjalda þessa á einhven
hátt. Hugtakið maður er manns gaman hefur beðið verulegt
tjón vegna covid faraldursins. Harmonikufélögin hafa
ekki farið varhluta af þessu ástandi. Þó svo skemmtunum
hafi fækkað með árunum, er hópurinn, sem myndar
félögin, sá hópur sem leggur hvað mest upp úr félagslega
þætti starfsins. Þetta eru harmonikuunnendur. Þeir eru
þungamiðjan í öllu starfi harmonikufélaganna. Það hefur
reynst mörgum ntjög þungbært að geta ekki stundað þá
skemmtilegu líkamsrækt sem dansinn er og knúsað mann
og annan. Nú er mikilvægt að sem flest fari í fyrra horf og
félagar fari að hittast. Já gott og vel, skemmtunum
harmonikufélaganna hefur fækkað á undanförnum árum.
I fljótu bragði virðast mér aðeins ríflega helmingur af íjórtán félögum halda skemmtanir,
svo orð sé á gerandi. I það minnsta hafa blaðinu ekki borist beinar fréttir af nokkrum félaganna
í talsverðan tíma. Vonandi fer Eyjólfur að hressast á komandi vetri og rénandi covid. Vegna
alls þessa og langvarandi takmarkana er lífsnauðsynlegt að taka nú til höndinni og hefja
vetrarstarfið með undirbúning fyrir landsmótið í Stykkishólmi sem lokatakmark. Að sjálfsögðu
hafa hljómsveitir æft ákveðna dagskrá, sem legið hefur í salti um stund. Því verða örugglega
allir fegnir að geta æft í fyrsta skipti í langan tíma án truflana frá sóttvarnaryfirvöldum. Það
er þó sjálfsagt að hafa allan fyrirvara á varðandi aðsókn, því miðað við allt sem á undan er
gengið má allt eins reikna með, að einhverjir muni ekki treysta sér til að mæta. Vonandi
getum við treyst Iélegu minni, þannig að allt verði gleymt og grafið þegar kemur að mótinu.
Við skulum vera bjartsýn og hlakka til að mæta í eina af mörgum perlum Snæfellsness,
Stykkishólm, sem skartar einhverju fallegasta bæjarstæði á landinu.
í fréttum var þetta helst
r~~" ; ; \
Stjórn S.I.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður:
Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462 5534 / 820 8834
Varaformaður: Haraldur Konráðsson
budarholl@simnet.is
Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur
S: 487-8578 / 893-4578
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur
S: 434-1207/861-5998
Gjaldkeri: Anna Guðrún Vigfúsdóttir
smarabr3@simnet.is
Smárabraut 3, 540 Blönduós
S:452 4266 / 862 4266
Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456-4684 / 892-0855
Varamaður: Sigurður Olafsson
sandur2@simnet.is
Sandi 2, 641 Húsavík
S: 464-3539 / 847-5406
Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir
bolstadarhlid2@gmail.com
Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós
S: 452-7107/856-1187
Kt. SI'HU: 611103-4170
Þegar ljóst var að ekkert yrði af harmoniku-
mótinu á Asbyrgi í Miðfirði, brást Þorvaldur
á Bjargi við með því að blása til tónleika á
Hótel Laugarbakka. Hann hafði samband
við frænda sinn Einar Friðgeir Björnsson,
sem stormaði norður með nokkra félaga úr
Harmonikufélagi Reykjavíkur. Tónleikarnir
breyttust fljótlega í dansiball eins og vonir
höfðu staðið til og varð þetta hin besta
skemmtun, þar sem sveitungar Þorvaldar léku
með honum í bland við Reykvíkingana. Ekki
spillti fyrir að hópur eldri borgara úr
Þorlákshöfn dvaldi á hótelinu þessa helgi og
fengu þeir óvænta harmonikuskemmtun í
kaupbæti.
Aðalfundur SIHU, sem frestað var í fyrra,
fer fram á Hótel Laugarbakka í Miðfirði,
laugardaginn 11. september. Aldrei áður í
sögu sambandsins hefur þurft að fresta
aðalfundi.
Eins og fram kemur í blaðinu er von á þeim
Astu Soffíu Þorgeirsdóttur og Kristinu
Farstad Björdal til landsins í byrjun september
til tónleikahalds. Þetta eru góðar fréttir fyrir
allt áhugafólk um skemmtilega tónlist. Þær
leika mjög vel blandaða og létta dagskrá.
Hornfirðingar ætla að gera sitt til að viðhalda
vísnahefðinni. Þeir efna til hagyrðingamóts
30. október að Smyrlabjörgum í Hornafirði.
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur
Geirmundsson og Reynir Jónasson.
S_______________________________I____________ý
3