Harmonikublaðið - 15.09.2021, Side 21

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Side 21
Úrkoma í grennd í gömlu Kaþólsku kirkjunni, síðar íþróttahúsi ÍR Gestir við Dillonshús eða fyrr og stóð fram á mánudag. Hvíta tjaldið kom sér vel þegar þurfti skjól fyrir hljóðfæraleikarana, en annars var túnið í góðu lagi. Ein kona var komin alla leið frá Þýskalandi og var boðin í mat á Borg og fékk svo fína tónleika í kaupbæti og hafði aldrei upplifað jafn skemmtiiegan atburð eins og þetta samspil og söng. A föstudagsmorgunn kom Magnús Hlynur hjá Stöð 2, að kanna hvort hann mætti ekki heimsækja okkur að kvöldi dags og veittum við fúslega leyfi til þess. Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveitinni var ekki lengi að skella í vísu og bað mig að flytja hana því þau hjónin ætluðu að drífa sig norður. Vel sér kemur eflaust enn ykkar þykki skrápur. Þegarfer aS mynda menn Magnús fréttasnápur. Voru félagar almennt sáttir við fréttaflutning Magnúsar og myndbrotið sem hann sýndi. Margir hrósuðu skemmtilegu innslagi, hressiiegu fólki og hópi kátra spilara, með sög, saxafóna, bassa, trommur og auðvitað harmonikurnar. Aðeins vantaði gítarleikara en Fróði komst ekki í þetta sinn. Sælir og þakklátir héldu allir heim til sín að lokinni Ijúfri samveru með félögunum. Á lokahófið að Borg mættu margir galvaskir til að kveðja góðan sumardvalarstað og eflaust var mikið spilað. Einhvern veginn stendur oftast uppúr fyrir okkur félagana að fá að spila saman og finna samhljóminn eða iæra eitthvað nýtt. Við hvetjum fólk til að taka þátt í samspili og hlustum á hina en stundum er erfitt að vera samferða því sumir vilja vera fyrstir í mark. Samband íslenskra harmonikuunnenda hefur boðað til haustfundar að Laugarbakka í Miðfirði og munu formaður og varaformaður sækja þann fund. Framundan er veturinn sem enginn veit hvað geymir. Stjórnarfundur verður haldinn í lok ágúst og farið yfir það sem gæti verið mögulegt s.s. hljómsveitaræfingar, dansleikir og fleira. Hljómsveitaræfingar hefjast þann 6. október klukkan 19:00 í Árskógum. Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda í umsjón FHUR í Stykkishólmi verður að sjálfsögðu á dagskrá stjórnar í vetur. Við bindum sterkar vonir við að það geti orðið að veruleika og við endurræsum þar sem við þurftum frá að hverfa síðastliðið vor. I desemberblaðinu mun svo verða hnykkt á því að fá félögin til að tilkynna þátttöku í tónleikum og dansleikjaspili. Aðalhátíðasvæðið verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og væntanlega mun þátttaka aðildarfélaganna ráða fjölda hátíðadaga. Bestu óskir um gleðilegan vetur, kæru harmonikuunnendur nær og fjær. Elísabet Halldóra Einarsdóttirformaður FHUR Myndir Reynir Elíeserson QCeðilmt fuirehHHxtuisctpPtfLri f tytcteirieA (zcirrMvukur ccfftur ^dcntecjcr d (sCcmdi! QietfHiHHifaíH.ie öfj fyicÍAjrúv karru<jHtfaitx(£)fairYh<)Vufa-hv. C - SirfaSSS0550 21

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.