Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 14

Harmonikublaðið - 15.09.2021, Qupperneq 14
Steinþór Orri, Linda og Vilhjdlmur, Hildar Petru börn Mótorhjólatöjfarinn Með Jónu systur Ég er núna, eins og undanfarin tæp ellefu ár ráðgjafi í starfsendurhæfmgu og er samhliða að vinna að lokarannsókninni minni í Mastersnáminu við Háskólann á Akureyri. Ég geri líka þó nokkuð við harmonikur þó það verði aðeins útundan því vinnan og keyrslan nýtir mestu orkuna úr mér flesta daga. Gott að vera komin aftur í sveitina Ég elska þó að vera aftur flutt í sveit þar sem gróður og víðátta veita hvíld frá ys, þys og áreiti þéttbýlisins. Það er því alveg þess virði að keyra á milli. I nýju sveitinni minni bý ég ein og út af fyrir mig með litla bústofninum mínum sem samanstendur af fjórum smáhundum. Börnin mín þrjú eru uppkomin, búin að finna sína hillu og öll komin með yndislega lífsförunauta sér við hlið. Linda dóttir mín sem er elst býr með manninum sínum á Selfossi og er skipaður og starfandi lögreglumaður þar. Hún hefur líka lokið BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og sér íyrir sér að byggja síðar ofan á það nám. Vilhjálmur sem er næstur í röðinni er í sambúð og útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í janúar síðastliðinn. Hann starfar við forritun. Steinþór sem er yngstur er í „f)arbúð“ á þessum tímapunkti þar sem hann er atvinnuflugmaður og býr á Maldiveyjum en þær tilheyra 7\síu. Þar hefur hann fengið fastráðningu við að fljúga áætlunarsjóflugvélum. A næstu dögum fer sambúðarkona hans út til að máta sig við líflð þar með honum. Ég er afskaplega þakklát fyrir hvernig þau hafa öll mótað sér sína stefnu í lífinu og fylgt henni eftir. Ég er mjög stolt af krökkunum mínum og veit að í þeim á ég mína allra bestu og sterkustu bandamenn. Þegar ég er spurð að því hvort ég eigi margar góðar minningar tengdar harmonikunni þá er svarið sannarlega já. Ollu gamni fýlgir alvara og eins og fram kom hér í upphafi virðist ég hafa verið orkumikið barn þrátt fyrir smæð mína við fæðingu. Ég reyndi rækilega á þolrif þeirra sem næst stóðu mér og fékk að heyra það flesta daga. Harmonikan færði mér útrás sem var mér mjög mikilvæg en um leið athygli, hrós og hvatningu sem hverri manneskju er lífsnauðsyn. Ég held því fram af einlægri sannfæringu að harmonikan er og verður lífsbjörg mín. Friðjón Hallgrímsson Haustpistill úr Dölum Spilað í Króksjjarðarnesi 25. júlí. A harmonikur spila f.v. Sigvaldi Fjeldsted, Guðbjartur A. Björgvinsson, Eggert Antonsson, Halldór Þ. Þórðarson, Sigrún Halldórsdóttir ogMelkorka Benediktsdóttir, Ríkarður Jóhannsson á trommur, Hajliði Olafison og Kristófer Líndal Guðmundsson á gítar og Kristinn Valdimarsson á bassa Kæru harmonikuunnendur. Það má segja að allt gott sé að frétta frá Nikkólínu, fyrir utan það að einhver veiruskratti hefur haft mikil áhrif á daglegt líf hér í Dölum sem annars staðar og sett starfi harmonikufélagsins þröngar skorður. Það hefur því lítið verið um formlega spilamennsku hjá Nikkólínu þessa mánuðina en hljómsveitin náði þó nokkrum æflngum fyrripart sumars og spilað var á handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi 25. júlí sl. á Reykhóladögum eins og undanfarin ár, alltaf jafn gott og gaman að spila þar. Svo spiluðu nokkrir félagar í Árbliki þar sem Hafliði gítarleikarinn okkar var með útileguhelgi. Auðvitað hafa félagar svo spilað við ýmis tækifæri einn eða fleiri en ekkert auglýst eða skipulagt. Fljótlega var ákveðið ekki yrði haldin harmonikuhátíðin að Laugarbakka þetta árið. Þannig fór svo sem um flest harmonikumót sumarsins, nema að Ýdölum. Það hlýtur að verða mikið fjör á langþráðum mótum næsta sumars! HUH og Nikkólína munu halda aðalfund SÍHU í Hótel Laugarbakka núna 10. september nk. Þetta verður í leiðinni afmælishátíð félaganna því Harmonikufélagið Nikkólína var stofnað 7. nóv. 1981 og Félag 14 harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum var stofnað 1. maí 1981. SIHU var svo stofnað 3. maí 1981 og fagnar því líka 40 ára starfsafmæli þetta árið. Þarna ætlum við að gleðjast saman og láta nikkurnar hljóma. Það hefur svo verið frábært að fylgjast með því að þrátt fyrir að útihátíðum sumarsins hafi flestum verið aflýst hafa harmonikuunnendur hist í minni og stærri hópum um allt Iand, notið samvista með góðum vinum, spilað, sungið og glatt alla þá sem á hlýða. Að lokum, í vor óskaði ég eftir smárekju og mildara veðri hér í Dölum. Þetta rættist svo um munaði, ef svo fram heldur sem undanfarinn mánuð þá á textinn Allt á floti alls staðar mjög vel við. Þannig að nú væri afskaplega gott að um þornaði og haustið yrði bjart. Bestu kveðjur úr Dölum SBH Myndir: Vilhjálmur B. Bragason

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.