Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 9
7
Jafndægur — Sólstöður — Sólhvörf.
Þann 21. marz eru vorjafndægur.
Þá eru dagur og nótt jafn löng. Þá snýr
jörð þannig við sólu, að sólargeislarnir falla
lóðrétt á kolla þeirra manna, er búa við mið-
jarðarlínu, og nýtur þá bæði suður- og norður-
hvel jarðar, jafn vel sólarinnar.
Þann 22. júní eru sumarsólstöður.
Um sumarsólstöður snýr jörðin þannig við
sólu, að geislar sólar falla lóðrétt á kolla
þeirra, er búa við nyrðri hvarfbaug.
Þá er lengstur dagur á norðurhveli jarðar,
en stytzt nótt. — Sumar og sól á íslandi.
Þann 23. september eru haustjafndægur.
Það er þegar jörð snýr þannig við sólu, að
geislar hennar falla lóðrétt á kolla þeirra
manna, er búa við miðjarðarlínu, svo sem á
vorjafndægri.
Þann 22. desember eru vetrarsólhvörf.
Vetrarsólhvörf er það kallað, þegar jörð
snýr þannig við sólu, að geislar hennar falla
lóðrétt á kolla þeirra manna, er búa við syðri-