Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 9

Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 9
7 Jafndægur — Sólstöður — Sólhvörf. Þann 21. marz eru vorjafndægur. Þá eru dagur og nótt jafn löng. Þá snýr jörð þannig við sólu, að sólargeislarnir falla lóðrétt á kolla þeirra manna, er búa við mið- jarðarlínu, og nýtur þá bæði suður- og norður- hvel jarðar, jafn vel sólarinnar. Þann 22. júní eru sumarsólstöður. Um sumarsólstöður snýr jörðin þannig við sólu, að geislar sólar falla lóðrétt á kolla þeirra, er búa við nyrðri hvarfbaug. Þá er lengstur dagur á norðurhveli jarðar, en stytzt nótt. — Sumar og sól á íslandi. Þann 23. september eru haustjafndægur. Það er þegar jörð snýr þannig við sólu, að geislar hennar falla lóðrétt á kolla þeirra manna, er búa við miðjarðarlínu, svo sem á vorjafndægri. Þann 22. desember eru vetrarsólhvörf. Vetrarsólhvörf er það kallað, þegar jörð snýr þannig við sólu, að geislar hennar falla lóðrétt á kolla þeirra manna, er búa við syðri-

x

Almanak skólabarna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak skólabarna
https://timarit.is/publication/1791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.