Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 43

Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 43
41 Hugsa dýrin? Athugulir náttúrufræðingar segja frá. I. Ég hafði farið út á fljótið til þess að veiða. Er ég hafði rorrað í bátnum um hríð, tók ég allt í einu eftir litlum þvottabirni, þar sem hann kom niður að árbakkanum og óð hik- laust út í ármynnið, þar sem grynnst var. Hann gróf í sandinn og kom upp með králcu- slcel og fór þegar í stað að reyna að opna skelina, í því skyni að gæða sér á skelfiskin- um. En skelin var svo hörð og afslepp, að bangsi litli uppgafst við það, en lagði hana svo frá sér á stóran flatan stein er stóð upp úr vatnsborðinu. Ég brosti með sjálfum mér, þegar ég sá hann halda áfram veiði sinni og raða skeljun- um á steininn. Ég vissi hve erfitt var að opna skeljarnar. Loksins virtist þvottabjörninn vera orðinn þreyttur og sneri hann nú til lands og hljóp inn í skóginn. Eftir nokkurn tíma kom hann þó til baka,

x

Almanak skólabarna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak skólabarna
https://timarit.is/publication/1791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.