Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 39
37
það er ekki rétt nema að það sé tryggt, að
það valdi ekki óþarfa töfum. Það virðist
niegur tími til að hitta þá í frímínútum.
3) Vendu þig á að ganga hratt, en hlaupa þó
ekki, nema þörf sé á, og um fram allt, ana
ekki áfram, án þess að beina athygli þinni
að því, sem á vegi þínum verður.
4) Gættu þess að fara eftir gildandi umferða-
reglum, og glöggvaðu þig á þeim, ef þú ert
í vafa.
5) Ef þú þarft að nota almenningsvagn, þá
verðurðu að atliuga vel að ná á réttum
tíma hentugasta viðkomustað.
6) Notaðu þá tækifærið til að sýna prúð-
mennsku á almannafæri, með því að ryðj-
ast elcki áfram í mannþröng, heldur sýna
tilhliðrunarsemi.—Sérstaklega skaltu gæta
varúðar í umgegni við eldra fólk og minni
máttar, og vera reiðubúinn að veita því
hjálp, ef með þarf.
7) Hávaði og ólæti á almannafæri (t. d. í
almenningsvögnum) er leiður ávani, sem
vinna ber gegn. — Ef þú t. d. heldur uppi
viðræðum við vin þinn eða félaga, þá er
óþarfi að tala hærra en hann einn eða þeir