Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 47
45
Tölur eru óvéfengjanlegar, — en þær
geta þó stundum villt mönnum sýn.
Maður nokkur kom með hest sinn til jám-
smiðs í því skyni að fá hann járnaðann. —
Hann hafði heyrt, að jámsmiðurinn væri nokk-
uð dýrseldur, og spurði hann því, hve mikið
það kostaði að járna hestinn.
„Vertu óhræddur, maður minn. Ég er vanur
að taka fyrir mína vinnu, sem svarar þeim
tíma, sem fer í að vinna verkið, en ef þú villt,
get ég járnað hestinn þinn í ákvæðisvinnu, ef
þú heldur að það verði ódýrara".
Síðan hugsar hann sig um eitt andartak og
segir:
„Ég skal ekki taka meira af þér en 1 eyri
fyrir fyrstu hóffjöðrina, 2 aura fyrir næstu,
4 aura fyrir þá þriðju, 8 aura fyrir þá f jórðu,
og með sama hætti vissa greiðslu fyrir hverja
fjöður, en eins og þú veizt, þarf ekki meir en
24 hóffjaðrir í ganginn. — Skeifurnar færðu
fyrir ekkert. — Þær hefi ég þó hingað til talið
verðmætastar“.