Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 5
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
3
Séra Fri'Srik Hallgrímsson dómprófastur:
JÖLAGJÖFIN
Það var auðséð á öllu, að ekki var langt til jóla. Það
var ös í búðunum, því að allir sem gátu voru að ná
sér í jólagjafir og jólasælgæti.
Pabbi og mamma sátu heima hjá sér í fallegu og
vistlegu stofunni sinni og voru að skrafa saman, eins
og þau voru vön að gera þegar störfum dagsins var
lokið.
„Það er gaman að sjá hve vel liggur á börnun-
um“, sagði pabbi. ,,Ég get ekki gjört að því, að mér
finnst alltaf eins og ég sé að einhverju leyti sjálfur
orðinn barn aftur þegar líður að jólum“.
„Það skil ég vel“, svaraði mamma, „því að ég þekki
það af sjálfri mér. Það getur vel verið að það sé
áhrif frá börnunum. Ekki veit ég hvað er að brjót-
ast í þeim þessa clagana, en það er eins og þau búi
yfir einhverju merkilegu leyndarmáli“.
„Já, það er hverju orði sánnara“, svaraði pabbi.
„Ég kom að þeim öllum saman hér inni í gær, og
þau voru að pískra saman, en þau steinþögnuðu þeg-
ar þau sáu mig. Þau hafa sjálfsagt eitthvað verið að
bera saman ráð sín viðvíkjandi jólagjöfum".
Nú var ekki nema tæp vika til jóla. Það var kalt
úti og rok, en inni í húsinu var hlýtt og notalegt.
Pabbi og mamma sátu með börnunum sínum, og
þau voru að borða kvöldmatinn.
„Það er ekki gaman að vera úti í kvöld“, sagði
pabbi. „Ég gæti trúað því, að einhverjum væri kalt.
Þið hafið líklega ekki frétt um slysið, sem varð áðan
niðri í bæ. Þið kannist ef til vill við blaðadreng, sem
er alltaf með blöðin sín á horninu hjá bókasafninu;
ég kaupi alltaf af honum kvöldblaðið á leiðinni heim.
Hann hlýtur að vera mjög fátækur, því að hann er
alltaf í hálfgerðum ræflum. Þegar ég var að koma
heim frá skrifstofunni og var kominn rétt að bóka-
safninu, heyrði ég angistaróp, og þegar ég kom nær,
sá ég að þessi drengur hafði orðið undir bíl. Hann
var að fara yfir götuna, en hefir líklega verið hálf-
gjört utan við sig af kulda, svo að hann varaði sig
ekki á bílnum“,
„Aumingja strákurinn“, sagði Rósa litla. „Meiddi
hann sig mikið?“
„Já“, svaraði pabbi, „hann meiddist mikið, og mér
var sagt, að ef hann lifði þetta af, þá myndi hann
verða bæklaður alla æfi“.
„Veiztu hvað hann heitir?“ spurði Siggi, sem hafði
hlustað á frásögn föður síns með mikilli athygli.
„Já, ég hefi oft talað við hann“, svaraði pabbi.
„Hann heitir Tómas, en er alltaf kallaður Tommi litli.
Hann og mamma hans búa saman í einu herbergi
og hann vinnur fyrir henni, því að hún er heilsu-
laus“.
„En af hverju ætlar hún nú að lifa ?“ spurði Pétur.
„Ég er hræddur um að Tommi hafi stundum feng-
ið lítið að borða“, svaraði pabbi, „því að hann var
horaður og fölleitur. Það söfnuðust margir saman
þarna þegar slysið varð, og við skutum nokkrir sam-
an fáeinum krónum og sendum móður hans. En
hamingjan má vita hvað um hana verður“.
„Hvað var gjört við hann?ý spurði Rósa.
„Það var farið með hann á spítala“, svaraði pabbi,
„og ef hann lifir, ætla ég að koma til hans og reyna
að gjöra eitthvað fyrir hann“.
Systkinin voru venju fremur þögul þetta kvöld.
Og þegar fólkið var sezt að morgunverði daginn eftir,
sagði Siggi: „Pabbi, megum við gjöra hvað sem við
viljum við jólapeningana okkar?“
„Já, góði minn“ svaraði pabbi. „Þið megið gjöra
við þá hvað sem þið viljið. En af hverju ert þú að
spyrja að því?“
„Við vorum búin að koma okkur saman um það,
krakkarnir“, sagði Sigg'i, „að leggja saman og kaupa
reglulega fallegar jólagjafir handa ykkur mömmu.
En eftir að þú sagðir okkur frá aumingja Tomma
litla, datt okkur í hug, að við ættum kannske heldur
að nota peningana til þess að gleðja hann á jólun-
um“.
„Það var fallega hugsað“, sagði pabbi, „og mér þyk ■
ir vænt um að ykkur datt það í hug. En hvað hafiíi
þið hugsað ykkur að gjöra?“
Og ekki stóð á svarinu hjá Sigga, því að systkin-
in höfðu rætt málið vandlega. „Þú sagðist ætla ao
láta okkur fá 50 krónur hvert til þess að kaupa fyrir
jólagjafir. Við erum fimm, svo að þetta verður sam-
tals 250 krónur. Við ætlum að biðja þig um að koma
með okkur á aðfangadaginn til mömmu hans Tomma
og lofa okkur að gefa henni helminginn af þeim, eða
125 krónur í jólagjöf. Svo ætlum við að segja henni
að við ætlum að reyna að hjálpa Tomma þegar hon-