Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 36

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 36
34 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 tauta fyrir munni sér: Hafi maður verið daglauna- maður hjá Dobberichs alla ævi síná ... Mér barst máltækið til eyrna, þegar ég var barn. Og mér hlýtur að hafa fundizt mikið til um það, því það hefur festst mér svo í minni, að ég hef ekki getað gleymt því allt fram á þennan dag. Það var heldur ekki laust við, að það ylli mér heila- brota. Ég gat ekki sætt mig við, að daglaunamað- urinn hjá Dobberichs þyrfti að fara svona illa. Skyldi í raun og veru engin von vera fyrir hann. Þótt hann gæti nú ekki iðrast og lifað afturhvarf, þá gæti hann ef til vill orðið sáluhólpinn á annan hátt. Ef til vill hefði hann bjargað manni frá drukkn- un eða hjálpað tii að bjarga mannslífi frá eldsvoða. En þess háttar, það voru aðeins góðverk, og til þeirra var ekkert tillit tekið. Stundum ímyndaði ég mér, að hann hefði átt dótt- ur, sem hefði gifzt vel, og á efri árum hefði hann far- ið til hennar og lifað náðuga daga. Ég gat ómögu- lega sætt mig við, að nokkurt mannlíf gæti í slíkri fátækt og vansælu liðið hér á jörðu og í komandi heimi. En hvernig, sem ég reyndi, losnaði ég aldrei við umhugsunina um þennan mann. Mér reyndist ómögu- legt að tryggja honum neina gleði í þessum heimi. Og hvernig ég ætti að koma honum til himnaríkis, var ofvaxið skilningi mínum. Það var ekki réttlátt, að hann færi til helvítis. Þangað áttu stórglæpamenn að'fara, en ekki heiðvirt, venjulegt alþýðufólk eins og hann. Mér ui’ðu þessir hlutir aldrei full ljósir. Og þegar árin liðu, tóku aðrar hugsanir liuga minn fanginn. En aldrei gleymdi ég alveg daglaunamanninum hjá Dobberichs. Frarn til síðustu ára hef ég átt það til að sitja og brjóta heilann um, hvort hann þó ekki á einhvern hátt hafi orðið sáluhólpinn. Nú í ár, á nýjársnótt, dreymdi mig hann. Mig dreymdi, að ég gengi eftir breiðum þjóðvegi, og við hliðina á mér gengi hár og grannur maður. Og í sama vetfangi vissi ég, að þessi maður var dag- launamaðurinn hjá Dobberichs. Ég vissi einnig, að nú í nótt hafði hann dáið, og nú var hann á leíð til himna til að koma fram fyrir drottin og dæmast til hjálp- ræðis eða glötunar. Ég varð óendanlega glöð yfir að hafa mætt honum. Nú gæti ég loksins fengið að vita, hvernig honum hefði reitt af -annars heims. Víst var ég dálítið hissa á því, að hann hefði lifað hér á jörðu til þessa, en ég einblíndi ekki á það. Aðalatriðið var, að nú gæti ég fengið fullvissu. Stundu síðar vorum við komin að hliði himnaríkis. Eiginlega var það ekki himnaríki. Það, sem við sáum fyrir framan okkur, var einhæða stói’byggingin á pró- fastssetrinu að Sunne. En það hneykslaði okkur ekki hið minnsta. Bæði daglaunamanninum og mér þótti þetta vera hið sjálfsagðasta. Við þurftum ekki að bíða lengi. Á næsta augna- bliki stóðum við andspænis drottni. Það er að segja, það var eiginlega ekki di-ottinn, heldur Werme gamli, prófastur í Sunne, sem sat við skrifborðið sitt og virti okkur fyrir sér. Ég mundi greinilega eftir stóra, breiðleita andlitinu, með dökku börtunum, sem gerðu það enn breiðleitara. En hvað gerði það til, því drott- inn var þetta engu að síður. Rétt hægra megin við skrifborðið voru dyr, og ég vissi, að þær lágu inn að stóra salnum á prófasts- heimilinu. Og samstundis varð mér ljóst, að þar inni í salnum voru þeir, sem dæmdir voru til hjálpræðis. Meðan ég enn stóð og starði á dyrnar, spurði drott- inn manninn, hvað hann héti og úr hvaða sókn hann væri og fletti því upp í stóru kirkjubókinni. Hann leit á, hvað þar var fært inn viðvíkjandi honum, og því næst, án þess að spyrja nokkurs frekar, benti hann á dyrnar á salnum. „Gerðu svo vel, fai’ðu inn!“ sagði hann við mann- inn, sem hafði verið daglaunamaður hjá Dobberichs. Maðurinn gekk hægt að dyrunum, en nú gat ég ekki lengur stillt mig: „Þetta er líklega ekki misskilningur?" spurði ég, einmitt í sama bili og daglaunamaðurinn greip um snerilinn. „Því það?“ sagði drottinn og deplaði augunum. Einmitt svona sat Werme prófastur og deplaði aug- unum, þegar hann átti von á, að heimskuleg spurn- ing yrði borin fram. „Jú“, sagði ég, „ég er ekki viss um, að hann hafi veiáð hjálpræðisins verðugur“. „En mannsbarn þó“, sagði þá drottinn, „er hann ekki verðugur hjálpræðisins? Hann, sem hefur unnið hvern einasta dag frá því hann var barn og fram á elliár“. „Skiptir slíkt nokkru máli?“ spurði ég, því mér hafði aldrei dottið það í hug. „Víst skiptir það máli“, sagði drottinn. „Það skipt- ir meiru máli en allt annað“. Því næst reis hann á fætur og lauk sjálfur upp dyrunum fyrir manninum, sem hafði verið daglauna- maður hjá Dobberichs landseiganda. En ég var svo glöð, þegar ég vaknaði. Er ég lá milli svefns og vöku, fann ég hvernig gleðin streymdi um mig, og aftur og aftur sagði ég við sjálfa mig: „Hugsa sér, að hliðum himnanna er lokið upp fyrir þeim, sem hefur unnið!“ Þetta var svo stórkostlegt, svo auðgandi af von- um. „Hugsa sér, að það skuli vera heilagt að vinna. Drottinn heiðrar erfiðisvinnuna, og þá ef til vill aði’a vinnu einnig“. Þá mundi ég, að þetta var nýjársmorgunn. „Nú hefur mig dreymt þannig, að ég get verið fagnandi í allan dag, já, allt árið“, hvíslaði ég með sjálfri mér, og ég fyltist fögnuði, hinum ólýsanlega fögnuði yfir því að hafa vinnu til að ljúka af hendi og elska. (Séra G. Sveinson þýddi).

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.