Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 34

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 34
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 32 ' Bœmn Móðir mín signdi mig ætíð þegar hún færði mig í fötin mín á morgnana, og ég var þá ekki eldri en það, að ég gat hvorki skilið tilgang með signingum hennar, og heldur ekki klætt mig.Mér þótti signingin sjálf- sögð og brátt lærði ég sjálfur að signa mig og lesa bænir. En mamma hlýddi mér yfir á hverju kvöldi, og ég var orðinn því svo vanur, að ég gat ekki sofnað fyrr en hún hafði setið á rúminu og hlustað á bænir mínar. Árin liðu og margt sögulegt gerðist, sem engin ástæða er til að segja frá í þetta skipti. Ég var orðin 11 ára og eitt kvöld hætti ég að biðja bænir. Ég taldi enga ástæðu til að halda því áfram, ég var orðinn of stór strákur til þess að þylja einhver vers eftir einhverja menn, sem ég þekkti ekki neitt. Engir full- orðnir menn, sem ég þekkti, lásu bænir. Hver þöi'f var mér frek- ar á því en þeim? Móðir mín settist á rúmið mitt, og ég sagði henni, að ég læsi aldrei framar faðirvorið né aðrar bænir. Hún sagði ekkert við mig annað en þetta: „Jæja, Helgi minn, guð fyrir- gefur þér, af því að þú ert of lítill til þess að skilja dásemd hans — og ég skal biðja fyr- ir þér.“ Þessum orðum hennar hefi ég aldrei gleymt. Rúmu ári eftir þennan atburð veiktist mamma. Læknirinn kom á hverjum degi og stundum oft á dag. Allir voru hljóðir. Og ég vissi, að mamma var mikið veik. Ég hélt mig sem mest úti í hópi iélaga minna og kom aðeins heim til þess að borða og sofa. Kvöld eitt þegar ég kom heim, voru tveir læknar inni hjá móð- ur minni. Og þegar þeir fóru, kom faðir minn til mín og sagði, að mamma vildi að ég kæmi til hennar. Pabbi var þreytulegur og alvarlegur. Ég hafði aldrei komið inn til móður minnar frá því hún veiktist, og ég fór með pabba. Ég sá, að hún var mjög veik. Svo föla hafði ég aldrei séð hana áður. Hún rétti mér hendina og brosti til mín. Tárin komu fram í augu mín og ég gat ekkert sagt. Hún dró mig að sér og kyssti mig á vangann. „Guð veri með þér, Helgi minn, vertu alltaf góður drengur“. Mér varð í fyrsta sinn ljóst, hve vænt mér þótti um mömmu. Kversu oft hafði ég ekki verið henni erfiður og óhlýðin sonur? Hún mátti ekki fara frá mér. Hún mátti ekki deyja. Ég gat ekki sofnað þetta kvöld. Ég fengi ef til vill aldrei framar að tala við mömmu. — Hún bað fyrir mér, en ég ekki fyrir henni. Ég fór að gráta og grúfði mig niður í svæf- ilinn svo ekki heyrðist til mín. Það mátti engin vita um það að ég væri að gráta. Allt í einu fannst mér sem einhver rödd segði: — Hví biður þú ekki fyr- ir henni, eins og hún fyrir þér?“ Ég hætti þegar að gráta og fleygði ofan af mér sænginni, og ég kraup við rúmið mitt og bað guð um að færa móður minni aftur heilsuna. Sú bæn verður aldrei sögð með orðum. Það var bæn barnsins, og slíka bæn væri ekki fært að biðja aftur. Er ég var aftur komin undir sængina mína, las ég allar þær bænir, sem mamma hafði kennt mér, og mér fannst að hún sæti hjá mér og héldi í hönd mína. Og ég sofnaði sælum svefni. Snemma næsta morgun læddist ég inn til móður minnar. Ég ætlaði að segja henni frá því að ég ætlaði aftur að lesa bænir og vera henni góður og þægur son- ur. En það var of seint, — mamma var dáin. Hafliði Jónsson frá Eyrum. Sáðmaður kemur frá hægri, með poka á öxlinni og stráir nokkrum sinnum handfylli af fræjum á sviðið. Allir viðstaddir beygja höfuð sín eða krjúpa frammi fyrir jötunni. Röddin: Allir þeir, sem séð hafa ljós frelsarans skína og eiga gróður guðsríkis í hjarta sér, þrá að fylgja honum og þjóna honum meðal mannanna. Kirkjan les Mark. 8, 34—35. Krossberi í fjólublárri skikkju, með gullið kross- mark, kemur inn kirkjugólfið. I fylgd með honum eru fáein hvítklædd börn. Krossinn reisir hann upp skammt frá jötunni. Röddin: Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varð- veiti hjörtu yðar og hugsanir' yðar í samfélagi við Krist Jesúm. Jólasálmur. — Þegar sálmurinn hefst, fara þátt- takendur út af sviðinu. Síðast persónur jólaguð- spjallsins, en síðastur allra sá, er krossinn ber. (Endir).

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.