Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 22
20
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
ast að sömu niðurstöðu og- hið fræga skáld okkar,
sem segir:
Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking
sé hjarta ei með, sem undir slær.
Kynni maður sér sögu kristninnar þá getur ekki
hjá því farið, að maður fyllist undrun yfir því, hversu
fljótt hún ryður sér braut. Hún brýzt áfram eins
og flóðalda, frá landi til lands, sem ekkert fær stöðv-
að. Enn þá undraverðara kann þetta að virðast, þeg-
ar þess er gætt, hverskonar menn það eru, sem bera
fram þennan nýja og óþekkta boðskap. Það eru ekki
yfirstéttir þjóðfélagsins með auðinn og vopnavaldið
á bak við sig til þess að knýja sitt áfram með góðu
eða illu, heldur voru það mestmegnis hinir fátæku,
umkomulausu og fyrirlitnu, sem komu þessari flóð-
öldu af stað, sem allt varð að lúta fyrir.
Til þessa hóps töldust fvrst og fremst hinar fátæk-
ari stéttir þjóðfélagsins, hinn fjölmenni flokkur ó-
frjálsra manna og konan, sem tæpast gat talizt bet-
ur sett en hinn réttlausi þræll. Það gat því ekki hjá
því farið, að þessi stóri hópur sæi í fagnaðarerindi
Jesú Krists, þótt ekki beri fyrst og fremst að skoða
það sem þjóðfélagstega umbótastefnu, það frelsi,
bæði andlega og líkamlega, sem hann skorti.
Kjör þau, sem þessi fjölmenni hópur hefur átt við
að búa hafa verið bág, og þær vonir, sem hann gat
vænzt af lífinu, fyrir fram dæmdar. Það er því ekki
að undra, að boðskapurinn um frelsi og jafnrétti
allra manna, sem gerir jafn vel konunginn engu æðri
en þrælinn, hafi verið vel þeginn af þessu fólki. Enda
var honum tekið með fögnuði og hann fluttur af
þvílíkum mætti, að slíkt er algjörlega óþekkt í sög-
unni, bæði fyrr og síðar, mætti, sem vopn og vizka
hinna ráðandi afla stóðu gjörsamlega ráðþrota
frammi fyrir.
Þannig er þá fyrsti ferill kristninnar. Hann er ó-
neitanlega víða blóði drifinn, en því blóði var ekki
úthellt af boðberum fagnaðarerindisins, enda höfðu
þeir hvorki vilja né getu til að beita öðrum vopnum
en vopnum andans og kærleikans, heldur var þessu
blóði úthellt af andstæðingum þeirra, sem hafa talið
það létt verk að útrýma þessum nýja boðskap og
boðberum hans. En þeir komust þó brátt að raun
um það, að þar var andstæðingum að mæta, sem
ókleift var að sigra. Þannig ryður kristnin sér sína
fyrstu braut meðal þjóðanna, aðeins með því að sýna
andlega yfirburði sína fram yfir allt, sem áður hafði
þekkzt, enda varð þess ekki langt að b’íða, að kristn-
in yrði ráðandi trú meðal hinna vestrænu þjóða, en
þetta varð leiðandi mönnum hennar ekki nóg. Þeir
vildu, að kirkjan yrði það vald, sem öllu réði, bæði
í andlegum og veraldlegum málum. Þessu marki var
náð, svo að kirkjan mátti heita ríkjandi vald um
margar aldir meðal vestrænna þjóða. En einmitt þá
steig kirkjan feti framar, en hún hafði í raun og
veru getu til jafn ung og hún var, og kallaði þá yfir
sig þá ógæfu, sem hún mun seint bíða bætur á. Andi
kristindómsins hefur ekki verið búinn að ná þeim
í hugum leiðtoga kirkjunnar, að þeir væru færir um
að stjórna algjörlega í anda kristninnar, og gat þá
ekki hjá því farið, að kirkjan stigi mörg þau spor,
sem með tímanum yllu henni valdamissi og álits-
hnekki.
En þrátt fyrir það, að kirkjan eða ýmsir fulltrúar
hennar stigi mörg víxlspor á þessum valdatíma
hennar, þá þróaðist þó fyrir áhrif hennar allt það
fegursta og bezta, sem þjóðirnar áttu á þessum
tímum. Á þessu valdaskeiði kjrkjunnar efldi hún
ótrauð vísindi og bókmenntir, og aldrei hafa hinar
ýmsu greinar listanna náð hærra rneðal vestrænna
þjóða en í skjóli hennar og undir áhrifum frá boð-
skap hennar. Þótt margt megi miður um hana segja
á þessum tímum, þá missti hún þó aldrei sjónar á
sínu æðsta takmarki, að efla hið góða í hugum mann-
anna og vann ötullega að öllum mannúðar- og mann-
réttindamálum.
Nú er svo komið, að hið forna veraldlega vald
kirkjunnar má heita með öllu þrotið. Það er því ekki
nema eðlilegt, að maður beri fram þá spurningu,
hvað sé að segja um áhrif hennar, hvort þau hafa
þorrið að sama skapi og hið veraldlega vald hennar,
eða hvort áhrif hennar á umliðnum öldum hafi reynzt
svo mikil, að ýms þau mannúðar- og mannréttinda-
mál, sem áður voru borin fram og framkvæmd af
hinu kirkjulega valdi, séu nú framkvæmd af öðrum
aðiljum þjóðfélagsins undir áhrifum frá kristni og
kirkju.
Það kann nú mörgum að finnast, að áhrifa frá
kristinni trú, sem er boðberi friðar og bræðralags,
gæti lítt í athöfnum manna núna á þessum tímum,
þegar nýafstaðinn er sá geigvænlegasti hildarleikur,
sem enn þá hefur yfir mannkynið komið, og það er
tæpast hægt að segja, að það líti neitt friðvænlega
út sem stendur. En það er margs að gæta í þessum
málum, sem öðrum, áður en felldur er dómur. Það er
til málsháttur, sem segir, að það þurfi ekki nema
einn gikk í hverri veiðistöð, og á þessi málsháttur
vel við þá, sem friðslitum valda og stofna til ófrið-
ar. Það er ekki fyrst og fremst hinn sanni vilji þjóð-
anna, sem birtist, þegar stríð er háð. Heldur er það
vilji valdasjúkrar og oft stórmennskubrjálaðrar fá-
mennrar klíku, sem veldur, og sem lokkar fjöldann
út í hildarleikinn, sem teflir miljónum manna fram
í greipar dauðans og allskonar hörmungar. Nei, þessi
vilji er ekki hinn sanni vilji fjöldans. Hann þráir
ábyggilega ekkert frekar en frið og samlvndi.
Einnig kann líka mörgum manninum að finnast
aðfarir sigui’vegaranna við hinar sigruðu þjóðir, eða
öllu heldur ýmsa forustumenn þeirra, heldur ófagr-
ar og bera vott um hefndar- og haturshug, þar sem
ekki er tekið á móti þeim með bugti og beygingum