Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 30
28
KIRKJUBLAJDIÐ JÓLIN 1945
Séra Leú Júlíusson:
Helstefna -- lífsstefna
„Mönnunum munar annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið“.
Hér setur þjóðskáldið okkar ágæta, Jónas Hall-
grímsson, fram í einni setningu, meitlaðri af hag-
leik listamannsins, óbreytanlegt grundvallarlögmál
mannlegrar þróunar. Skilningur hans er hvesstur á
hverfisteini ólyginnar reynslu liðinna kynslóða. Með
skyggni skáldsins skilur hann hér með oddhvassri
egg á milli tveggja möguleika mannsins: Annaðhvort
munar honum aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Ann-
aðhvort tekur hann stefnu jákvæðrar þróunar eða
neikvæðrar. „Tertium non datur“. Hið þriðja er ekki
til. Þróunin nemur ekki staðar. Maðurinn fær ekki
stöðvað hana. Hann getur að vísu litið yfir allt, er
hann hefir gjört, og sagt blindaður af fávíslegum
hroka sínum: „Sjá, það er harla gott“, en hvílzt getur
hann ekki. Hann er eilífur, starfandi skapari. Hann
skapar framtíðina með vali sínu í nútíð. Honum er
aðeins í sjálfsvald sett hvorn möguleikann hann
velur.
Þetta lögmál mannlegrar þróunar er ósveigjanlegt.
Kringum það verðum ekki komizt með pólitískum
loddarabrögðum svonefndra stjórnvitringa.
Vegirnir eru tveir, stefnurnar tvær, sem um er
að velja. Á óvísindalegu máli samtíðar meistarans
frá Nazaret nefnast þeir vegur glötunarinnar og
vegur lífsins. Á vísindalegra máli nútímans nefnast
þær helstefna og lífstefna. Lögmál hinna tveggja
stefna hafa innblásnir trúarbragðahöfundar, djúp-
vitrir heimspekingar, skáld og spekimenn, í stuttu
máli sagt allir fremstu menn mannkynsins á trúrænu
og vitrænu sviði skilið mæta vel. Þeir hafa hvatt fólk-
ið til að beita viti sínu og greind til þess að átta
sig á þessum lögmálum og stæla viljann til þess að
taka nauðsynlega stefnubreytingu, annars færi illa.
Helstefnan er stefna deilna og óheilinda, tortryggni
og sundrungar, haturs, illúðar og styrjalda. Þá verða
engar sannar framfarir. Því að mönnum fer ekki að
sama skapi fram í góðgirnd og þeim vex þekking.
Eða réttara sagt, vaxandi þekking gefur þeim aukna
möguleika til ills, en við það vex það illa, þjáningin
eykst og mönnunum munar aftur á bak. Hitt er líf-
stefnan, stefna sáttfýsi og heilinda, trausts og sam-
einingar, kærleika kristúðar og friðar. Þar fylgir vax-
andi þekkingu aukin góðgirnd. Það góða vex. Þján-
ingin minnkar. Þá verða sannar framfarir. Þá munar
mönnunum nokkuð á leið.
Lögmál hinna tveggja stéfna hefir aldrei verið
áþreifanlegar sannað en nú við upphaf kjarnorku-
aldarinnar. Það er ekkert trúaratriði. Það er stað-
reynd og hún uggvænleg. Aðeins heimskinginn lokar
augunum fyrir henni. Annaðhvort aftur á bak og
við tekur hrun siðmenningarinnar og eyðing mann-
legs lífs, „ellegar nokkuð á leið“ í guðsríkisátt eru
úrslitakostirnir, þeir sem mannkyninu eru settir.
Alkunn er goðsögnin gríska af Sisyfos. Hlutskipti
hans varð það að vera sífellt að bisa við að velta
geysistórum og þungum steini upp bratta fjallshlíð.
En í hvert sinn er honum hafði tekizt að koma hon-
um upp að brún, valt steinninn niður brekkuna, svo
að hann varð að byrja á nýjan leik.
Þessi gríska goðsögn er táknræn fyrir m.enningar-
viðleitni mannsins. Allt frá upphafi hefir hann verið
að bisa við að velta steini menningarinnar upp brekku
fullkomnunarinnar, ef svo mætti til orða taka. Nokk-
uð áleiðis og mishátt hefir honum tekizt að velta hon-
um, en alltaf hefir steinninn oltið niður og hann
orðið að byrja á nýjan leik. Menningarríki hafa kom-
ið fram á sjónarsvið sögunnar. Þau hafa átt sér sitt