Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 35

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 35
KIRKJUBLAÐIÐ JÖLIN 1945 33 Selma Lagerlöf: Daglaunamaðurinn hjá Dobberichs Fyrri fimmtíu til sextíu árum var maður, sem starfaði sem daglaunamaður hjá landseiganda að nafni Dobberichs. En hvernig á þessum daglauna- manni stóð, veit ég eiginlega alls ekkert. Ekki hvort hann var ungur eða gamall, eða hvort hann var dug- legur við vinnu eða ekki. Hitt er líklegt, að hann hafi verið eins og flestir af stéttarbræðrum hans. Hann starfaði við búgarðinn daginn út og daginn inn, og er hann kom heim á kvöldin, tók vinnulúin kona ámóti honum og hópur hljóðandi barna. Hvernig var um Dobberichs landseiganda, sem hann vann hjá, get ég heldur ekki sagt, já, ég veit ekki einu sinni svo mikið um hann, að ég viti, hvar búgarður hans var, og hvert hann var stór eða lítill. Það skiptir heldur ekki neinu máli, þótt ég viti ekki, hvers konar maður Dobberichs landseigandi var. Manni gæti vel dottið í hug, að hann hafi verið lands- eigandi af gamla skólanum, sem píndi sem mesta vinnu út úr daglaunamönnum sínum, og léti þá ekki fá meira til að lifa af, en þeir minnst gátu komizt af með. Nú vildi það til, að maðurinn, sem var daglauna- maður hjá Dobberichs landseiganda, fór kvöld eitt á bænasamkomu á sveitabýli til að hlýða á leik- prédikara. Hvílíkur prédikari þetta var, get ég heldur ekki fullyrt um. Ef til vill var það trúboði, sem sendur var af einhverju trúboðsfélagi, eða e. t. v. prédikaði hann upp á eigin spýtur. Um hitt er engin ástæða að efast, að hann var heiðvirður og samvizkusamur maður, sem var sæll að sínu leyti af að vera frels- aður og öruggur um sáluhjálp sína, og hann átti enga ósk heitari en vekja svo marga, sem houm væri mögulegt, af syndasvefninum. Og þar sem hann þekkti ekki annað ráð betra til að hrista menn af dvalanum, þá ræddi hann við þá allt kvöldið um hel- víti og hvernig þar væri. Hann leysti starf sitt vel af hendi, og það varð talsvert um vakningar og afturhvarf, en maðurinn, sem var daglaunamaður lijá Dobberichs landseiganda, var ekki meðal þeirra, sem hlut fengu í náðargjöf- unum. Hann hlýddi með andakt alla tíð og trúði hverju orði, sem talað var, en hann hafði víst ekki hið rétta hugarfar. Hann fann ekki til minnsta ang- urs eða löngunar að losna við syndasektina, og fyrst svo var, var honum það full ljóst, að helvíti væri sá staður, sem honum yrði ekki forðað frá. Þegar hann síðla kvölds gekk heim, fylgdist hann með nokkrum mönnum öðrum, sem líka voru dag- launamenn hjá Dobberichs landseiganda. Og það var ekki nema eðlilegt, að þeir yrðu samferða og hugs- uðu um prédikunina og fyrirlesturinn. En hvort það var af því þeir voru þreyttir, eða af því prédikunin hafði snortið þá, þá er það víst, að eng- inn af þeim sagði orð, fyrr en maðurinn, sem ég er að segja frá, létti á hjarta sér, hóf upp raust sína og lét þá vita um niðurstöðu, sem hann hafði komizt að. „Hafi maður verið daglaunamaður hjá Dobberichs alla ævi sína og fari svo til helvítis, þegar maður deyr, þá er ekki mikil ánægja af því að hafa fæðst í þennan heim“. Aðrir hlustuðu á þetta, sem hann sagði. Þeim þótti þetta merkileg orð og sönn, og félagi þeirra hefði ein- mitt orðað tilfinningar, sem bærðu á sér með þeim, er þeir gengu þarna þreyttir og bugaðir. Kannske voru bæði tungl og stjörnur á himninum og lýstu kvöldrökkrið, en þeir voru ekki í því skapi að horfa til himins. Áður höfðu þeir kannske haft von um að ganga um þarna uppi í stjörnusölunum, en nú vissu þeir, að sú dýrð var þeim lokuð. Þeir óskuðu einskis frekar, en að þeir gætu iðrast synda sinna og fengið inngöngu í ríki himnanna, en þar sem það var ekki hægt á annan hátt en þann að stynja og kveina eins og kvenmaður, og það gátu 'þeir ekki, þá var enginn vafi á, hvert þeir færu. Þeir höfðu eftir orð félaga síns og endurtóku þau. Já, þetta var það sannasta, sem sagt hafði verið. Hafi maður verið daglaunamaður hjá Dobberichs alla ævi sína. Já, einmitt! Það var ekki of gott. Ekki annað en nauð og slit allt árið. Og launin voru ekki annað en hungur og harðrétti. Og í ofanálag mátti maður ekki annars að vænta en helvítis. Nei, það var ekki mikil ánægja af því að fæðast í heiminn. Mennirnir, sem höfðu heyrt orðin, voru svo hrifnir af þeim, að þeir endurtóku þau fyrir konur sínar heima, og brátt urðu þau kunn í allri sveitinni. Hvort þau bárust til eyrna Dobberichs landseiganda veit ég ekki, en víst er, að þau bárust um alla byggðina, já, allt landið. Þau urðu næstum að máltæki, og hver sem hafði erfiða vinnu og léleg laun, heyrðist oft

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.