Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 32
30
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1943
Rödd jólanna
Jólasýning (Christmas Pageant) eftir séra Jakob
Jónsson.
Svið: Blár, stirndur himinn í baksýn. Fyrir miðju
er jata jólabarnsins.
Forspil.
Söngflokkurinn syngur „Heims um ból“.
Ilöddin (á bak við):
Kirkjan er móðir, sem á börnin sín dreyfð um alla
jörðina. En hún ber þau öll fyrir brjósti. Hún flytur
boðskap sinn þeim, sem heima eiga á hjarni norðurs-
ins og sólbrunnum eyðimörkum Suðurlanda. Hún
leggur leið sína um háfjöll og djúpa dali, víðar slétt-
ur og endalaus úthöf. Hún segir sögur sínar í hvelfd-
um dómkirkjum, smáum sveitakirkjum, á kyrrlátum
heimilum og í skipum úti á sjónum. Hún er móðir allra
þeirra, sem hlýða á hennar orð, og lifa í anda þess
Drottins, er hún þjónar. I kvöld talar kirkjan til yðar.
Kirkjan
birtist uppi yfir sviðinu öðru megin. Táknmynd
hennar er kona, sem hefir gullið mítur eða koffur á
höfði, og er krossmark á. Stóra biblíu hefir hún í
höndum. Hún opnar hana og les jólaguðspjallið:
Lúk. 2, 1—20. — Þegar sagan er lesin, koma þær
persónur, er hún fjallar um, inn frá hægri og nema
staðar umhverfis jötuna: María (sezt niður hjá jöt-
unni), Jósep, fjárhirðarnir og englarnir. Eru þau þar
hreyfingarlaus, unz leiknum lýkur.
Jólasálmur, sunginn af söngflokknum, eða af söng-
flokknum og englunum til skiptis.
Sjúklingur er borinn inn frá vinstri, og skilinn eftir
í hvílu sinni.
Röddin:
Allir þekkja hinn sjúka. Hann þráir að starfa,
en er varnað þess. Hann þráir mátt og styrkleika,
en er vanmegna. Hann þráir heilbrigði og hamingju,
en þjáist af kvölum. Hvað hefir kirkjan að segja
þeim sjúka?
Röddin:
Jesús Kristur læknaði sjúka, veitti þeim traust á
Guði, trú á lífið og hinn lífgandi mátt.
Stutt millispil.
Hinn heilbrigði kemur frá vinstri.
Ftöddin:
Hinn heilbrigði er allstaðar. Hann hefir mátt til
að starfa og nýtur líkamlegrar og andlegrar hreysti.
Kirkjan les um „tiu líkþráa“, Lúk. 17, 11—19.
Einn hinna læknuðu kemur frá hægri. Hann heldur
á þríálma ljósastiku með logandi kertum og skilur
hana eftir við jötuna. Þar krýpur hann ásamt hin-
um heilbrigða, og fara þeir síðan til hliðar.
Röddin:
Þér, sem eruð heilir heilsu. Látið ljós þakklátsem-
inar skína fyrir augliti Drottins og gefið Guði
dýrðina.
Stutt millispil.
Fátæklingurinn kemur frá vinstri.
Iíöddin:
Fátæka hafið þér jafnan hjá yður. Hinn fátæki
þráír að gera góðverk og gefa heiminum gjafir.
Hugsjónir hans eru háar og hann á löngun til að
koma þeim í framkvæmd, svo að líf mannanna verði
betra, fegurra og auðugra, — en hann er fátækur.
Kirkjan les söguna um eyri ekkjunnar. Mark. 12,
41—44.
Fátæka ekkjan kemur frá hægri og leggur lítinn
skilding á gólfið við jötuna. Fer síðan til hliðar,i
ásamt fátæklingunum, eftir að þeir hafa kropið að
jötunni.
Röddin:
Enginn er svo fátækur, að hann hafi ekkert að
gefa — hjálpandi hönd, hlýlegt tillit, huggandi orð
eða hugsun kærleikans.
Stutt millispil.
Kirkjan Auðmaðurinn kemur frá vinstri.
les söguna um lama manninn, Mark. 2, 1—12. —
Lama maðurinn er borinn inn frá hægri, og Röddin:
skilinn eftir. Þegar kemur að orðunum: „Rís upp“, Auðmaðurinn hefir ráð á landi og byggingum,
rísa báðir sjúku mennirnir á fætur, en þegar sög- bátum, skipum og verksmiðjum. Hann er sá, er safn-
unni er lokið, krjúpa þeir við jötuna og setjast síðan ar fé með margskyns fyrirtækjum.
(eða standa) til hliðar á sviðinu. (Persónur Biblí-
unnar eru í austurlenzkum búningum). Kirkjan les söguna um Sakkeus, Lúk. 19, 1—10.