Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 9

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 9
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 7 Séra Jón Thorarensen: MARÍUFISKURINN Morg-uninn 18. maí 1911 vaknaði ég við það, að ýtt var við mér í rúminu og sagt: „Nú skaltu fá að koma út í krikann í dag, ef þú verður fljótur að koma þér á fætur“. Ég reis upp, strauk augun og sá Bjarna formann sitja fyrir framan mig á rúmstokknum. Hann var kominn í mórauðu heimaofnu vaðmálsúlp- una með litla vasanum ofan til vinstra megin, þar sem hann geymdi munntóbakið danska, sem hann tuggði á sjónum. Ketill, fóstri minn, spurði hann, hvort þyrsklingur væri í þaranum núna. Bjarni kvað nei við, en sagði honum, að einhver slæðingur af ýsu hefði gengið á leirinn í síðasta straum. Ég var von bráðar kominn á fætur; þetta var dagurinn, sem ég var búinn að þrá svo lengi. Frammi í bæjardyrum tók fóstri minn ofan af þilinu litla sauðskinnsbrók og minnstu sjóskóna, og skinnklæddist ég nú heldur en ekki hróðugur, og náði setskautinn hátt upp á bak mér. Við tókum nú beitukisturnar, aðra með öðu og hina með maðki, og lögðum af stað. Þegar út kom, blasti við okkur yndisfagur maí- morgunn, Jökullinn cg Esjan voru hrein, sjórinn eins og spegill, og ú-ið heyrðist í æðarblikunum, sem hér og þar spegluðu sig í haffletinum með fylgikonum sínum. Kirkjuskerið var umflotið og orðið djúpt á Flataskeri, þar sem öðru hvoru sprakk lítill brimboði með lágri stunu. Við gengum að bátnum. Það var lítið og létt tveggjamannafar. Bjarni leit til ára og austurtrogs, setti negluna i bátinn, beitukisturnar upp í, og svo var sett fram og ýtt frá landi. Ég settist í andófið og lagði út á bak, Bjarni settist á miðþóftuna og réri í austurrúminu á stjórn. Þegar við beygðum út á aðalsundið, þá mælti Bjarni: „Nú skulum við taka af okkur hattana og biðja fyrir okk- ur“. Ég spurði hann, hvað ég ætti að lesa. Þá mælti Bjarni: „Lestu bænirnar þínar og svo Faðir vor og signdu þig síðast“. Við tókum af okkur hattana og lásum. Hafa þau þöglu augnablik, sem nú urðu, ávallt orðið mér síðar minnistæð. Þegar lestrinum var lokið, tók Bjarni til máls og mælti: „Nú erum við að róa út Kirkjuvogssund, og nú sérðu, að sundvörðuna ber í Keili. Það eru kenni- mörkin, sem bera eiga saman, þegar út er farið og

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.