Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 27

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 27
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 25 Séra Jón Thorarensen: Sálmur nr, 546 Þessi tala í nýju sálmabókinni er tengd við þann sálm, er hefur í hugskoti mínu samofist ljúfum bernskuminningum. Ég man hve oft hann var lesinn á kvöldin á æskuheimili mínu, og hve hann varð æ reglunni og andríkið meira, er fóíst í orðum hans, því oftar er hann var lesinn. Þetta er kvöldsálmur orktur af síra Arnóri Jóns- syni prófasti í Vatnsfirði, (dáinn 1853), dásamlegur sálmur, þar sem íslenzkur sálmakveðskapur birtist oss í sinni fegurstu mynd. Ég minni menn aðeins á þessi ógleymanlegu vers: Til hafs sól hraðar sér hallar út degi, eitt skeiðrúm endast hér á lífsins vegi. Ó, Guð hvort annað nú ennþá vor bíður, færum vorum. — Sá tími er ekki langt undan, að vísindaménnirnir verði forvígismenn og postular andlegra lífsskoðana og viðhorfa — eins konar ,,prestar“. — Sumir vísindamenn eru þegar orðnir það. Jarðliyggjan er að verða úrelt. Þeim fjölgar óðum, sem er farið að skiljast það, að ýmislegt af því, sem hin nærsýna jarðhyggja hefir talið oss mönnunum með öllu óviðkomandi, er einmitt það, sem hugsandi verum er algjörlega ósamboðið að ganga framhjá og fyrirlíta. Eru til ósýnilegir heim- ar? Lifum vér líkamsdauðann? Er Guð til? Hver er tilgangur lífsins? Þessar og þvílíkar spurningar eru ekki spurningar sálsjúkra manna, heldur spurningar manna, sem eru vaknaðir til lífsins sjálfs, :— manna, sem byrjaðir eru að heimta rétt sinn sem hugsandi vera til einhvers skilnings á tilveru sinni. Þessir menn verðskulda ekki hrakspár og háðsyrði, heldur alla þá uppörvun, sem unnt er að láta þeim í té. Og það er gleðilegt, að óhætt er að fullyrða, að ef þeir aðeins fara skynsamlega að ráði sínu, hvernig sem fer, hafa þeir engu að tapa — en allt að vinna! Þeir liafa valið sér liið góða hlutskiptið. Þeir eru vígðir dularfullum vígslum til vaxandi þroska og luimingju. — Þeir eru vormenn lífsins sjálfs. --- Gretar Fells. auglýsir engum þú óðar en líður. Svo lífið braut er breið til banakífsins, og dauðinn eins er leið aftur til lífsins. Svo lifa sérhver á, sem sálast eigi en andast eins og sá sem aldrei deyi. Á háskólaárum mínum man ég eftir því, að ég sat eitt kvöld hjá ömmu minni, Herdísi Andrésdóttur, og talið barst að þessum sálmi, og sagði hún mér þá gamla sögu um þennan sálm, hvernig hann hefði orðið til, en ummæli þau heyrði hún vestur á Breiða- firði, er hún ólst þar upp. Sagan var svona: Einhverju sinni um haust eftir veturnætur hafði séra Arnór verið að húsvitja í prestakalli sínu þar vestra og komið á afskekktan bæ í sókninni. Þetta var um kvöld og var prófasti boðin gisting, sem hann þáði. Bóndinn var mjög fátækur og bað prófast að afsaka það, að sálmabók væri engin til á heimilinu, en kvöldhugvekjur væru til. Er þá sagt að prófastur hafi lesið hugvekju fyrir fólkið en að því búnu hallað sér aftur á bak í rúm- inu í baðstofunni, þar sem hann sat, hulið andlitið með höndunum um stund, og enginn yrti á hann. Þegar drukklöng stund var liðin, reis hann upp, bað bóndann um blað og ritaði á það þennan fagra kvöldsálm, og var hann svo sunginn á afdalabænum þarna um kvöldið í fyrsta sinni. Ekki vissi amma mín, hvað bærinn hét né heldur Bóndinn. En eins og fátæktin og erfiðleikarnir glæddu oft hinn andlega eld þjóðarinnar fyrrum, eins er líklegt að einmitt fátæktin á þessum bæ hafi svo snortið sál prestsins, að honum tókst að skapa þarna lista- verk, — kvöldsálm, sem í trúarlífi þjóðarinnar mun standa sem óbrotgjarn minnisvarði um húsvitjunina í fátæka bænum forðum.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.