Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 26

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 26
24 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 inum“, sem trúði á framhaldslíf mannssálarinnar eftir líkamsdauðann, gerði ráð fyrir einhverju and- legu innihaldi tilverunnar og gaf sér tíma til að reyna áð kynnast því, eftir því, sem kostur var á. Gerum ráð fyrir því, eins og áður, að öllu sé lokið með líkams- dauðanum, og þá að sjálfsögðu öllum draumórum draumóramannsins. Hann stendur jarðhyggjumann- inum að vísu ekkert betur að vígi, en heldur ekki verr. Þeir standa báðir jafnt að vígi. — En „draum- óramaðurinn“ hefir þó ef til vill með „draumórum“ sínum flutt inn í líf sitt og annarra eitthvað af feg- urð og skáldskap, — og takið eftir því, að sú fegurð og skáldskapur var að engu leyti minni veruleiki en það, sem jarðhyggjumaðurinn trúði á og dýrkaði; því ef svo er, að öllu sé lokið með líkamsdauðanum, má með fullum rétti segja, að alít sé jafn lítill veru- leiki eða jafn mikil blekking. En ef svo er, þá er hitt þó jafn víst, að viturlegra virðist vera að taka þá blekkinguna, sem skemmtilegri er og göfugri, fram yfir hina, sem óskemtilegri er og ógöfugri. En nú skulum vér gera ráð fyrir hinum möguleikanum, — að lífið haldi áfram eftir líkamsdauðann. Ef svo er, þá stendur maðurinn, sem eilífðarmálunum sinnti, ólíkt betur að vígi en hinn, er seldi sál sína hinum hverfulu jarðnesku gæðum. Hann flytur með sér á- hugamál, sem hann getur lagt stund á í hinni nýju tilveru, og auk þess er sennilegt, að hann sé miklu fljótari að átta sig á hinu nýja umhverfi vegna þess, að hann vildi eitthvað vita fyrirfram um það, sem i vændum væri. Þótt gera megi ráð fyrir, að fræðslan, sem hann fékk, um lífið eftir dauðann, sé að ein- hverju leyti röng og ófullkomin, má þó hiklaust full- yrða, að hún sé miklu betri en engin, bæði vegna þess, að ólíklegt er, að hún sé að öllu leyti röng, en ekki síður vegna hins, að hafi fræðslan verið í rétt- um anda, hefir hún haft heillavænleg áhrif á lífs- stefnu mannsins og opnað sál hans fyrir nýrri og aukinni fræðslu reynslunnar sjálfrar. Að öllu þessu athuguðu ætti það að vera sæmilega ljóst, að áhætta jarðhyggjumannsins, áhætta þess manns, sem sýnir andlegum málum annaðhvort algjört tómlæti eða þá fyrirlitningu, er miklu meiri en hins, sem gerði ráð fyrir þeim möguleika, að hann væri andleg og eilíf vera, og hagaði sér samkvæmt því. Segja má að vísu, að menn eigi ekki að sinna sálarheill sinni í eigingjörnum tilgangi, og óttinn ótrygg undirstaða undir andlegan þroska, en í augum hugsandi manna ætti það ekki að spilla neinu, þó að hægt sé að færa rök fyrir því, að sá, sem sinnir andlegum málum, hagi sér skynsamlegar en hinn, er vill ekkert af þeim eða um þau vita. Ljósin, sem loguðu á lömpum hinna forsjálu meyja í dæmisögu Jesú Krists, voru alveg jafn fögur fyrir því, þó það væri meðfram af skynsemisástæðum, að þau voru látin loga. Og þótt brúðguminn hefði aldrei komið, borgaði sig samt að láta þau loga. Þau voru alltaf fegurri en myrkrið. — Niðurstaðan hlýtur því að verða þessi: Jarð- hyggjumaðurinn hefir í raun og veru öllu að tapa, en ekkert að vinna. Hinn — þ. e. a. s. áhugamaður- inn um andleg efni — hefir engu að tapa — en allt að vinna! Hvílíkur munur! Niðurstaðan verður með öðrum orðum alveg þveröfug við það, sem jarðhyggjumenn- irnir halda fram. Og þeir komast ekki undan þeim dómi, að það séu þeir, sem elta skugga, — að það séu þeir, sem séu óforsjálir og óvitrir, og láti blekkj- ast af falsrökum. Til þess að koma í veg fyrir mis- skilning, sjkal ég taka það fram, að þegar ég tala um jarðhyggjumenn í þessu sambandi, á ég t. d. ekki við gætna og hógværa vísindamenn, sem vilja sem minnst fullyrða, heldur þá vísindamenn, sem í raun og veru eru neikvæðir trúmenn, þótt þeir kenni sig við vísindi og vísindalegar rannsóknir, en yfirleitt finn ég jarðhyggjunni það til foráttu hve grunn þau vötn eru, sem hún gerir sig ánægða með að fiska í. Þegar vér höfum nú gert oss grein fyrir því, að áhætta jarðhyggjunnar er miklu meiri og alvarlegri en áhætta hinnar andlegu lífsstefnu, bíður vor mikið og vandasamt verkefni. Það er í því fólgið að kynna sér sem bezt það, sem um getur verið að ræða af andlegum viðhorfum og sjónarmiðum, og kunna að velja og hafna á því sviði. Er þá mikil þörf á vak- andi dómgreind. Því á þessu sviði er mikið af alls- konar sálnaveiðurum, sem leggja gildrur sínar með mikilli kunnáttu og kostgæfni, enda þótt nóg sé þar líka af mjög gegnsæjum áróðri, sem auðvelt ætti að vera að vara sig á. Er sérstök ástæða til að vera vel á verði alls staðar þar, sem heimtuð er blind trú og blind hlýðni, og ætti raunar að vera augljóst fyrir- fram, að ekki sé mikils góðs að vænta þar, sem slík- ur kúgunarandi ríkir. — Frumskilyrði heilbrigðs andlegs lífs er einmitt fullkomið frelsi, þar sem hver einstaklingur lærir að beita sjálfstæðri dómgreind og bera ábyrgð á sjálfum sér. Fyrsta og síðasta boð- orðið í andlegum efnum verður því á þessa leið: Beittu hiklaust heilbrigðri skynsemi í þessum efn- um. En — til þess að geta það, verður þú að hafa eitthvað af heilbrigðri skynsemi; fyrir því ber þér að leggja sem mesta rækt við rétta hugsun og skiln- ing, án þess þó að gleyma því, að skynseminni eru takmörk sett, og að ekki verða allar gátur tilverunn- ar leystar með eintómri rökfræði. Á síðustu árum hafa hin jarðhyggjukenndu vís- indi nútímans verið á hröðu undanhaldi, en hin and- legu vísindi rekið flóttann og styrkt aðstöðu sína að miklum mun. Má með fullum rétti segja, að sjálft hið jarðneska efni sé að leysast upp í einhvers konar orku eða kraft frammi fyrir undrandi augum jarð- hyggj umannanna sjálfra. Þegar svo er komið, er engin óraleið til þess, sem felzt í hugtakinu „sál“ eða „andi“. Og eftir nokkur ár gæti svo farið, að þann veg yrði litið á af miklum meirihluta mennt- aðra manna, að heimskulegasta villutrú, sem til sé, sé trúin á efnið, eins og vér skynjum það með skyn-

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.