Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 40
38
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
g'jöf Japana. Þakkarguðsþjónustur haldnar um allt
land sunnudaginn 19. ágúst.
22. ágúst.
Hófst í Kaupmannahöfn biskupafundur Norður-
landa og stóð til 25. ágúst. Fundinn sóttu allir höfuð-
biskupar Norðurlandanna og nokkrir fleiri biskupar.
Höfuð umræðuefni fundarins var samvinna Norður-
landakirknanna að eflingu meginhugsjóna kristin-
dómsins. Sem fulltrúi íslenzku kirkjunnar mætti á
fundinum Sigurgeir Sigurðsson biskup.
Jafnframt sat biskupinn fund „Hjálparstofnunar
hinna evangelisku kirkna í Evrópu“.
í sambandi við biskupafundinn fór fram mjög há-
tíðleg minningarguðsþjónusta um danska prestinn,
skáldið og þjóðhetjuna Kaj Munk.
28.—30. ág.
Aðalfundur Hallgrímsdeildar Prestafélagsins hald-
inn í Stykkishólmi.
14.—16. sept.
Aðalfundur Prestafélags Austuríands haldinn á
Seyðisfirði.
9.—11. sept.
Almennur kirkjufundur fslands haldinn á Akureyri.
Hófst með guðsþjónustu í Akureyrarkirkju. Prófess-
or Ásmundur Guðmundsson prédikaði. Forseti fund-
arins var Gísli Sveinsson sýslumaður, formaður
undirbúningsnefnda kirkjufunda. Eitt aðalmál fund-
arins var að ræða um byggingu kirkjuhúss í Reykja-
vík, er verða skyldi nokkurskonar miðstöð kirkju-
legs menningarstarfs í landinu. Ennfremur rætt um
frumvarp það um kirkjubyggingar, er Gísli Sveins-
son bar fram á þingi 1944. Mörg erindi voru flutt á
fundinum.
Samtímis var og háður á Akureyri Aðalfundur
Prestafélags fslands, og þar rædd ýms áhugamál
prestastéttarinnar. Stjórn félagsins öll endurkosin,
en hana skipa: Ásmundur Guðmundsson prófessor,
Árni Sigurðsson, frikírkjuprestur, Friðrik Hallgríms-
son dómprófastur, Guðmundur Einarsson prófastur
á Mosfelli og Jakob Jónsson prestur í Reykjavík.
19. sept.
Andaðist séra Halldór Bjarnason f. prestur að
Presthólum og Skinnastað, f. 1. nóv. 1855 að Eyjólfs-
stöðum á Völlum. Veittir Presthólar 1884 og varð
jafnframt prestur í Skinnastaðaprestakalli er köll
þessi voru sameinuð 1911. Lausn frá prestsskap 1.
júní 1926. Dvaldi í Reykjavík hin síðari ár.
1. október.
Lætur af embætti séra Haraldur Þórarinsson prest-
ur á Mjóafirði nær 77 ára að aldri.
S. d.
Séra Björn Magnússon prófastur að Borg á Mýrum
skipaður dócent við Guðfræðideild Háskóla fslands.
14. október.
Lárus Halldórsson cand. theol. vígður í dómkirkj-
unni í Reykjavík til Flateyjarprestakalls, en þar hefir
hann verið skipaður sóknarprestur frá 1. þ. m. að
undangenginni kosningu, er ekki varð lögmæt. Bisk-
upinn framkvæmdi vígsluna. Séra Lárus er fæddur
10. október 1920 að Selvöllum í Helgafellssveit og
lauk embættisprófi vorið 1945.
21. okt.
Hátíðaguðsþjónusta í Hvalsnesskirkju í tilefni
gagngerðrar og myndarlegrar aðgerðar, er fram
hafði farið á kirkjunni.
1. nóvember.
Andaðist í Reykjavík séra Kjartan Kjartansson,
f. prestur að Staðarstað á Snæfellsnesi.
Séra Kjartan var fæddur 27. marz 1868 að Ytri-
Skógum undir Eyjafjöllum; sonur séra Kjartans
Jónssonar og konu hans Ragnhildar Gísladóttur.
Vígður til Staðarprestakalls í Grunnavík 1893 og
þjónaði því til ársins 1917, er hann var settur prest-
ur að Sandfelli í Öræfum. Þar var hann aðeins eitt
ár, og lét síðan af prestsstörfum um skeið. 1922
var honum veittur Staðarstaður og þjónaði því
brauði til 1937 er hann fékk lausn frá prestsskap.
1. des.
Lætur af embætti séra Friðrik Hallgrímsson dóm-
kirkjuprestur og dómprófastur í Reykjavík 73 ára
að aldri. Hann hefir verið 47 ár í þjónustu kirkj-
unnar, þar af full 20 ár prestur við Dómkirkjuna í
Reykjavík. Sunnudaginn 2. des. kvaddi hann söfnuð
sinn í Dómkirkjunni. Biskupinn talaði einnig í
kirkjunni og flutti hinum fráfarandi presti þakkir
kirkjunnar og þjóðarinnar fyrir hin ágætu störf hans.