Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 38

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Side 38
36 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 ANNÁLL KIRKJUNNAR1945 1. janúar. Séra Sigurjón Árnason prestur í Vestmannaeyjum skipaður annar sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík, og veitingabréf dags. 28. des., að undan- genginni prestskosningu, er varð ekki lögmæt. At- kvæði féllu þannig: Séra Sigurjón Árnason ............... 1572 atkv. — Þorsteinn L. Jónsson.............. 1344 — — Jón Þorvarðarson ................. 1249 — — Ragnar Benediktsson................. 86 — Auðir seðlar 35. Ogildir 16. 8. janúar. Stofnað kristilegt stúdentafélag í Reykjavík er nefnist Bræðralag. Tilgangur þess er að efla starf- andi kristindóm og bræðralag í anda Jesú Krists. Stjórn: Leó Júlíusson stúd. ,theol. formaður, Andrés Ólafsson stud. theol. ritari og Þorsteinn Valdimarsson stud. theol. gjaldkeri. 9. marz. Séra Finnboga L. Kristjánssyni sóknarpresti að Stað í Aðalvík veitt lausn frá embætti frá fardögum 1945 að telja. 25. marz. Vígður í dómkirkjunni í Reykjavík Magnús Run- ólfsson cand. theol. aðstoðarprestur til séra Þorsteins Briem prófasts á Akranesi. Séra Magnús er fæddur 21. febr. 1910 í Reykjavík. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup framkvæmdi vígsluna. 13. apríl. Andaðist frú María Elisabet Jónsdóttir ekkja séra P. Helga Hjálmarssonar frá Grenjaðarstað. Annaðist margvísleg störf fyrir Prestafélag Islands og hafði á hendi afgreiðslu Kirkjuritsins. 8. maí. Tilkynnt að vopnaviðskiptum í Evrópu sé hætt og styrjöldin. við Þjóðverja á enda kljáð með skilyrðis- lausri uppgjöf þeirra. Mikil hátíðahöld í Reykjavík og víða um land. Öllum kirkjuklukkum hringt til þess að fagna friði. Forseti íslands og forsætisráðherra héldu ræður af svölum Alþingishússins. Biskup Is- lands flutti þakkarguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Prestar landsins minntust þessara fagnaðarríku tíðinda um frið í álfunni í kirkjunum næstu helga daga. 13. maí. Fór fram prestkosning í Brjánslækjarprestakalli. Guðmundur Guðmundsson settur prestur þar löglega kjörinn með 69 atkvæðum og veitt brauðið frá 1. júní. S. d. Fór fram prestskosning í Sauðlauksdalsprestakalli. Séra Trausti Pétursson settur prestur þar var lög- lega kosinn með 87 atkvæðum og veitt kallið frá 1. júní. 14. maí. Séra Halldór Kolbeins prestur á Mælifelli fær veit- ingu fyrir Vestmannaeyjum frá 1. júní að undangeng- inni löglegri kosningu. Hlaut 853 atkvæði. S. d. Séra Sigurður Haukdal prófastur í Flatey á Breiða- firði fær veitingu fyrir Landeyj aprestakall i í Rang- árvallaprófastsdæmi frá 1. júní að undangenginni lögmætri kosningu. Hlaut 206 atkvæði. 14. maí. Andaðist í Englandi Kjartan Sigurjónsson, söngv- ari frá Vík í Mýrdal. Hann var um skeið aðstoðar- maður söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og vann, á- samt honum, að stofnun margi’a kirkjukóra í landinu. 27. maí. Prestskosning fór fram í Staðarprestakalli á Reykjanesi. Kosningin varð ekki lögmæt. Umsækjand- inn, séra Jón Árni Sigurðsson, settur prestur hlaut 110 atkvæði. Honum veitt kallið frá 1. júní. 27. maí. Vígð ný kirkja að Staðarstað á Snæfellsnesi. Mynd- arlegt hús úr steini. Mun hafa kostað 70—80 þúsund krónur. Biskup íslands framkvæmdi vígsluna. Mikið fjölmenni viðstatt, þar á meðal sjö prestvígðir menn. 28. maí. Andaðist í Reykjavík biskupsfrú Martha Maria Helgason ekkja Dr. theol. Jóns Helgasonar fyrv. biskups, 79 ára að aldri.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.