Kirkjublaðið - 17.12.1945, Page 31

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Page 31
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 29 Séra Jakob Jónsson: RÖDD JÓLANNA Víðsvegar um Norður-Ameríku er það venja, að um jólaleytið fara fram eniskonar leiksýningar af sérstakri tegund (Pageant) í kirkjunum. Einkum er þetta þó í borgum, þar sem völ er á betri tækjum, og stórir söfnuðir, sem standa straum af öllum kostn- aði. Sýningar þessar eru mjög fagrar, og sá blær, sem er yfir þeim, gerir þær að guðsþjónustum. Er hér vafalaust um að ræða erfðir frá þeim tímum, er vaxtar- og blómaskeið, en hnignað svo og verið leyst af hólmi af öðrum nýjum. En fyrir þeim hefir svo aftur farið á sama hátt, og þannig koll af kolli. Stein- inum varð aldrei velt alla leið. Alltaf valt hann nið- ur aftur. Menningartilraunirnar hafa verið sífellt Sísyfos-strit. Þetta er það, sem líkt er. Hitt er aftur ólíkt, að það voru óbreytanleg örlög eða hegning, er á Sísyfos var lögð að vera alltaf að velta steini, þeim er alltaf valt niður jafnóðum. En svo grimm eru ekki örlög mannsins. Ástæðan til þess, að allar tilraunir hans liafa mistekizt, er sú, að hann hefir ekki velt stein- inum eftir réttri leið. Ég get látið mér detta í hug, að Sisyfos hafi reynt fleiri en eina leið með steininn sinn. En það hefir maðurinn aftur á móti aldrei gert í alvöru. Honum hafði ekki skilizt, að um tvær leiðir eða tvær stefnur væri að ræða. Hann hefir að minnsta kosti aldrei gert alvarlega tilraun til þess að breyta til og taka aðra stefnu en helstefnuna, er hann hefir þrautreynt með þeim árangri, er fyrr segir. Hnípinn heimur í miklum vanda fagnar nú fæð- íngu meistarans mikla. Hann var hinn mikli boðberi lífstefnunnar. Hann hefir bent á, hver sé rétta leiðin. Til þess fæddist hann. Þess vegna er afmæli hans mesta fagnaðarhátíð hins siðmenntaða heims. Höld- um jólin hátíðleg með því hugarfari, er hann hafði, reynum lífsstefnuna, áður en það er um seinan Með samorku þeirri, er fæst fyrir samstillingu allra í kærleika, getum við velt steininum alla leið. kirkjan og leiklistin voru tengdari en nú er. Þegar séra Friðrik A. Friðriksson, nú prófastur á Húsa- vík, var prestur í Wynyard, í Vatnabyggðunum svo- nefndu í Canada, voru stundum hafðar þar jóla-sýn- ingar, all-margbrotnar og fagrar. Þá var góðæri í nýlendunni og auðvelt að afla þess, er við þurfti. Varð það að hefð, að sunnudagaskólinn annaðist sýn- ingarnar. Á mínum prestskaparárum í Wynyard voru örðugri tímar. En hinn blái, stirndni himinn, engla- vængir og sitt hvað fleira var geymt frá eldri tímum, og því um að gera að tjalda því sem til var og bjarga sér síðan með sem einföldustum tækjum. Söngflokk- urinn studdi okkur, auk ýmsra einstaklinga. Flestir þeir jólaleikir, sem völ var á, voru of kostnaðar- samir, svo að tvisvar sinnum réðst ég í að semja leiki sjálfur. Er „Rödd jólanna“ annar þeirra. Hann er frumsaminn á ensku, og fór sýningin fram á þvímáli, að undanteknum sumum sálmunum. Jólaguðspjallið var líka alltaf lesið á íslenzku. Jólasýningar Sambands- kirkjunnar höfðu mikla þýðingu í helgihaldi bæjarins. Engar aðrar kirkjur í Wynyard höfðu sunnudaga- skólasamkomur með jafn kirkjulegum eða trú- rænum blæ. Og sunnudagskvöldið síðasta í aðventu mátti heita að fólk „af öllum kynkvíslum og lýðum og tungurn" streymdi til ísl. kirkjunnar. Bænduimir komu jafnvel í opnum sleðum úr margra mílna fjar- læg, með börn sín og heimilisfólk enda þótt grimmd- arfrost væri úti. Bæjarmenn úr öllum söfn- uðum þyrptust til sýningarinnar, og landar úr hinu kirkjufélaginu veittu okkur aðstoð og tóku þátt í athöfninni. Á hverjum jólum sé ég í huga mér kirkjuna mína, fulla af fólki. Það er hálf-rökkur, því að ljósin á kórpallinum eru þau einu, sem bera birtu. Þangað horfa allir. Jlin innri augu horfa alla leið til Betlehem. En inni á sviðinu á lítill, þriggja ára gamall „engill“ erfitt með að vera kyrr, svo að hann sezt hjá jötunni og týnir úr henni strá til að leika sér að. Og mér kemur í hug það, sem Matthías kvað: „Fyrir hálmstrá ,herrans jötu frá, hendi ég öllu, lofti, jörðu, sjá“.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.