Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 12

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 12
10 KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 það t. d. ekki að bjóða yngstu börnunum upp á það, sem rætt er við elztu börnin. Þegar börnunum hefir verið raðað niður í flokk- ana, er gengið í kapelluna, þar sem hver flokkur hefir sín vissu sæti. Athöfnin í kapellunni hefir á sér nokk- ur snið barnaguðsþjónustu. Út í einstök atriði henn- ar skal hér ekki farið. Börnin syngja og læra sálma og ritningarstaði. Þá er börnunum skipt. Hver kenn- ari fer með sinn flokk í sína kennslustofu. Þar er farið í texta dagsins, og áherzla lögð á það að út- skýra hann á þann veg, að börnin fái sem bezt til- einkað sér efni hans. Þar fá þau mynd með minnis- texta, sem þau læra, svo efnið festist þeim enn betur í minni. Þá er aftur safnast saman í kapellunni, og þar lýkur athöfninni með sálmasöng og bæn. Starfið við sunnudagaskólann er þeim nemendum guðfræðideildarinnar, er því sinna, til mikils góðs. mun veita því þroska og fullkomnun, sem byrjað er hjá börnum í veikleika. Um nauðsyn og þörf barnanna fyrir slíkan skóla vitnar bezt hin síaukna aðsókn að skólanum. Full- yrða má að tala þeirra barna, sem nú sækja skólann, sé 200—300. Er nú svo komið, að þá er börnin eru flest, er það nokkrum örðugleikum bundið að koma þeim öllum fyrir í kapellunni. Þetta sýnir, að fleiri sunnudagaskóla er þörf. Börnin eru fús til að koma, það þarf áreiðanlega ekki að neyða þau til þess. Að vísu eru starfandi nokkrir sunnudagaskólar hér í bæ, en fleiri þarf þó, og einnig úti um land. Fleiri skóla og meira starf fyrir börnin, er miðar að heillavænlegu og heilbrigðu uppeldi þeirra andlega og líkamlega! Við þurfum að ala upp kristna og dáðríka æsku. Allt það starf, er miðar að því, er áreiðanlega ekki unnið fyrir gýg. Sunnudagaskólabörn vi& anddyri Háskólans, Undir umsjón og leiðbeiningum kennara deildarinnar fá þeir þar ágæta æfingu í kristnidómsfræðslu ung- barna og umgengni við börn. Er það einkum og sér í lagi mikill styrkur fyrir þá, er síðar fara út í prests- skap og koma þá til með að hafa mikil afskipti af börnum í sambandi við fermingarundirbúning. Fátt er og unaðslegra en að kenna börnum, er fylgjast með af lífi og sál. Jafnframt er skólinn börnunum til góðs að því leyti, sem allt starf hans miðar að því að kalla fram og glæða hið góða og fagra er finnst í hjörtum þeirra. Að beina hugum barnanna að dýrðlegustu fyrirmynd- inni — Jesú Kristi — svo sálir þeirra horfi við hon- um sem bezt. Honum sjálfum verðum við að fela það að birta þeim dýrð sína, svo að mynd hans komi þar fram. Og það mun ekki til ónýtis. Hann Við íslendingar höfum nú nýlega fagnað algjöru frelsi okkar með stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. En vandi fylgir vegsemd hverri. Við höfum öðlazt fullkomið sjálfstæði og tekið alla stjórn landsins í okkar hendur. En það er ekki nóg að afla fjársjóðs- ins, heldur ber að halda viturlega á honum, svo hann fái aukizt og ávaxtast sem mest. En er lýðveldið okk- ar óþroskaður græðlingur, sem hlúa verður að ognæra sem bezt ef ekki á að komast kyrkingur í gróðurinn. Og vissulega verðum við að vera á vei'ði gagnvart stóru trjánum — stórveldunum — sem breiða vilja lim sitt yfir hinn minni gróður og drepa hann í fæð- ingunni. Ráðandi menn þjóðarinnar hvetja okkur til sam- starfs, einingar og bræðralags, svo við fáum staðizt

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.