Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 16
sígarettur í Evrópu. En stjómmálaleiðtogar berjast við að l'inna siðferðilegan
viljastyrk til að berjast gegn þessu óréttlæti. Hjörtu þeirra em full af góðum
ásetningi, en magar hinna fátæku halda áfram að vera tómir. Alþjóðavæðingin
er ekki að vinna fyrir venjulegt fólk. Ekki fyrir milljónir launamanna sem
missa starfið og ekki fyrir þá sem em að berjast við að halda lífi í óformlega
geiranum.
Og ef stjórnmálamennimir eru ekki að reiða fram lausnirnar, þá skuluð þið
ekki búast við blindandi blossa upplýsingarinnar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um eða Alþjóðabankanum. Alþjóðabankinn er heimsins helsti sérfræðingur í
fátækt. Þar er okkur sagt að á síðustu tíu árum, hafi fjöldi þess fólks sem lifir
við sára fátækt - á innan við einum Bandríkjadollara á dag - náð næstum ein-
um og hálfum milljarði manna, þ.e. fjórðungur mannkyns. Og næstum helm-
ingur mannkyns lifir á jafngildi 170 króna á dag. Hvað fáið þið fyrir það hér á
landi? Eina gosdós, par af skóreimum, mér er spum?
Nú gæti maður ætlað að svo skelfilegar ásakanir um misheppnaða stefnu
fengju Alþjóðabankann til að breyta þeirri stefnu sinni og hegðun að troða upp
á þróunarríkin einkavæðingu og þvinga þau til að létta á reglum og taka upp
önnur tískufyrirbrigði hins frjálsa markaðar. En nei, þrátt fyrir allar sannanim-
ar heldur hann áfram að ota fram ofureinfölduðum og gagnslausum aðferðum
hins frjálsa markaðar til að afnema fátækt.
Eg hitti, ásamt öðrum forystumönnum verkalýðshreyfmgarinnar, forystu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans fyrir þremur vikum. Þeir full-
yrtu að stofnanir þeirra skuldbyndu sig til að tryggja félagslega vídd í öllu sínu
starfi. Við sögðum á rnóti: Þá er kominn tími til að fólkið sem sér um að hrin-
da í framkvæmd áætlunum ykkar í þróunarríkjunum fari að fylgja því sem þið
segið. Það þýðir að þeir verða að hætta að mæla árangur með því einu að meta
að hve miklu leyti hinum svokölluðu „umbótum“ þeirra hafi verið hrint í fram-
kvæmd í þróunarríkjunum. Það verður að taka tillit til þess tjóns sem hefur
orðið og er enn að eiga sér stað vegna þessara „umbóta“ á lífi fólks og hag-
kerfum í þróunarríkjunum.
Og við höfum tekið sömu skýru skilaboðin til leiðtoga heimsins í svoköll-
uðum G-8 hópi (leiðtogar helstu iðnríkja heims), Alþjóðaviðskiptastofnuninni,
APEC og öðrum mikilvægum viðskiptaráðstefnum. Það eru skilaboð sem eru
að verða fullljós, jafnvel fyrir þeim, þ.e. að alþjóðavæðingin er að skapa ójöfn-
uð, hún dregur úr gildi lýðræðislegra ákvarðana ríkisstjórna og dregur með
skýrum hætti niður viðmiðanir í heimi vinnunnar.
Alþjóðasambandið hefur barist fyrir því að allar grundvallarviðmiðanir Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar verði sú kjölfesta sem öll heiðarleg vinna hvíli
á. Við erum með alþjóðlegar reglur sem vernda fjármagnið og eignarrétt hug-
14