Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 121
Að samræma atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf
í þessar málstofu var rætt um þær nýjungar sem felast í lögunum um fæðing-
ar- og foreldraorlof almennt, auk þess sem kastljósi var beint sérstaklega að
þeim nýmælum sem í þeim felast um sjálfstæðan rétt feðra. Umfjöllunin var
byggð á fyrirlestrum sem drógu fram sjónarmið og markmið stjórnvalda ann-
ars vegar og verkalýðshreyfingarinnar hins vegar. Þriðji fyrirlesturinn var síð-
an um stöðu karla og hvað þarf til að lögin komist að fullu í framkvæmd gagn-
vart þeim.
Fundarstjóri var Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Eflingu - Stéttarfélagi og frum-
mælendur voru þau Berglind Asgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðu-
neytinu, Halldór Grönvold, skrifstofustjóri Alþýðusambands Islands, og
Ingólfur Gíslason frá Jafnréttisstofu.
Málstofa um forystufræðslu.
Utgangspunkturinn í málstofunni var sá, að þeir sem gegna trúnaðarstörfum
fyrir verkalýðshreyfinguna þurfa í vaxandi mæli að eiga samtöl við sérfræð-
inga á ýmsum sviðum í störfum sínum. Málstofan byggðist á greiningu á
breyttum verkefnum og viðfangsefnum, hvernig hefur tekist til við að mæta
þeim og hvað er til ráða. Jafnframt var reynt að meta hvaða kostum og hæfni
forystumenn þurfa að búa yfir.
Fundarstjóri var Magnús L. Sveinsson, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur
og frummælendur voru þau Ashildur Bragadóttir, meistaranemi í viðskipta-
fræði við HI, Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Islands og
Rannveig Einarsdóttir, Félagsmálaskóla alþýðu. A annað hundrað þingfulltrúa
sóttu málstofuna.
Verkalýðshreyfingin og nútímamiðlun upplýsinga
í þessari málstofu var fjallað um mikilvægi „almannatengsla“ fyrir hreyfing-
una, mótun ásýndar hennar og upplýsingamiðlun, bæði inn á við til félags-
manna og út á við, út í samfélagið allt. Rætt var um hugtök eins og „nýmiðl-
un“ á borð við Internetið og fleira slíkt og það hvernig verkalýðshreyfingin
getur nýtt nýja upplýsingatækni í störfum sínum, samhliða annarri miðlun.
Fundarstjóri var Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Landssambandi íslenzkra
verzlunarmanna og framsögumenn voru Árni Þórður Jónsson, „almannateng-
01“ og blaðamaður hjá Athygli, Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlafræðingur og
framkvæmdastjóri íslandsnets, Bjarki Már Karlsson, kerfisfræðingur og vef-
hönnuður hjá íslenskri upplýsingatækni, og Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur.
119