Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 94
37. grein
Greiði aðildarfélag ekki skatt sinn til sambandsins á réttum gjalddaga, skal án
undandráttar reikna dráttarvexti á gjaldfallna skuld þess frá þriðja degi eftir
gjalddaga. Óheimilt er að gefa eftir slíka dráttarvaxtakröfu.
38. grein
Ef aðildarfélag er í skuld við ASI á ársfundi, öðlast fulltrúar þess ekki seturétt
á fundinum fyrr en skuldin er að fullu greidd. Sama gildir ef aðildarfélag hef-
ur ekki skilað inn tilskildum upplýsingum samkvæmt 41. grein.
Arsfundi er heimilt að víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef sérstakar ástæður rétt-
læta slíkt.
39. grein
Sjóðir ASI eru:
1. Sambandssjóður. I sambandssjóð renna 85,2% af skatttekjum sambandsins
og aðrar tekjur, sem eðli máls samkvæmt heyra ekki til öðrum sjóðum þess.
Sambandssjóður greiðir kostnað við allan rekstur Alþýðusambandsins,
þ.m.t. laun starfsmanna, skrifstofukostnað, svo og annan kostnað sem hlýst af
starfsemi þess.
2. Vinnudeilusjóður. I vinnudeilusjóð renna 3,7% af skatttekjum sam-
bandsins.
Vinnudeilusjóði skal varið til að styðja aðildarsamtökin í vinnudeilum, eft-
ir reglum er miðstjóm setur, eða nánari fyrirmælum hennar í hvert sinn. Mið-
stjóm getur sett þau skilyrði fyrir beinni fjárhagslegri aðstoð úr sjóðnum í
vinnudeilum, að félag hafi sjálft komið sér upp vinnudeilusjóði og verji hon-
um til styrktar á þann hátt, er miðstjóm fellst á.
3. Sjóður Listasafns ASI. I sjóð Listasafns ASI renna 3,7% af skatttekjum
sambandsins.
Sjóði Listasafns ASI skal varið til viðhalds og reksturs Listasafns ASI.
4. Menningar- og fræðslusjóður. I Menningar- og fræðslusjóð renna 7,4%
af skatttekjum sambandsins.
40. grein
Reikninga um tekjur og gjöld sjóða ASI fyrir hvert almanaksár skal leggja fyr-
ir miðstjóm eigi síðar en í aprflmánuði ár hvert. Reikningamir skulu endur-
skoðaðir af löggiltum endurskoðanda.
Reikningamir skulu lagðir fyrir ársfund ASI og afgreiddir þar.
Tveir skoðunarmenn skulu kosnir á ársfundi og einn til vara. Skoðunar-
menn árita reikninga sambandsins ásamt framkvæmdastjóra þess.
92