Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 24

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Side 24
Skýrsla forseta til 39. þings ASÍ Þingforseti, félagar, gestir, Þegar Alþýðusamband Islands kom síðast saman til þings, hér á þessum stað, fyrir rúmum fjórum árum, var hreyfingin stödd á nokkurri ögurstund. Þá vofði yfir breyting á vinnulöggjöfinni sem hefði breytt mjög öllum starfsgrundvelli verkalýðshreyfingarinnar. Þegar starf Alþýðusambandsins síðustu fjögur árin er rifjað upp er við hæfi að taka upp þennan þráð. 38. þing ASI samþykkti harðorð mótmæli gegn fyrirhugaðri skerðingu á réttindum launafólks. Þing- heimur hélt niður á Austurvöll til að afhenda ályktunina og bréf til allra þing- manna. Skelegg barátta verkalýðshreyfingarinnar og stuðningsmanna hennar á þingi varð til þess að miklar breytingar urðu á frumvarpinu í meðförum Al- þingis. Þegar frumvarpið kom fyrir Alþingi í endanlegri mynd höfðu orðið á því veigamiklar breytingar. Breytingar sem verkalýðshreyfingin knúði fram í krafti samstöðu. En átökin um vinnulöggjöfina voru ekki einu átökin sem verkalýðshreyf- ingin varð að heyja á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta þingi. I miðjum við- ræðunum um endurnýjun kjarasamninganna, vorið 1997, bárust fréttir af því að í smíðum væri stjómarfrumvarp um starfsemi almennu lífeyrissjóðanna. Þetta vakti nokkurn ugg enda hefðu grundvallarbreytingar getað stefnt í hættu því öfluga lífeyriskerfi sem aðilar á vinnumarkaði hafa byggt upp með kjara- samningum á sl. 30 árum. Allar kjaraviðræður stöðvuðust meðan verkalýðs- hreyfingin krafði ríkisstjórn skýringa á því hvað væri á ferðinni. Eftir að yfir- lýsing kom frá forsætisráðherra þess efnis að forræði hinna almennu lífeyris- sjóða á 10% iðgjaldinu yrði tryggð í nýrri löggjöf hófust viðræður að nýju. Þegar frumvarpsdrögin komu fram að loknum kjarasamningunum varð ljóst að málinu var ekki enn lokið. Alþýðusambandið lagði höfuðáherslu á að ná sem víðtækastri samstöðu allrar verkalýðshreyfingarinnar og aðila á vinnu- markaði. Sú samstaða tókst og innan sérstakrar samráðsnefndar fjármálaráð- herra um lífeyrisfrumvarpið náðust að lokum fram breytingar á frumvarpinu. Af hálfu ASÍ var talið að með nýju frumvarpi og afgreiðslu þess væri búið að tryggja sátt um eðlilega og skynsamlega uppbyggingu lífeyrissjóðanna á Is- landi. Mikilvægast væri að samtryggingarhlutverk lífeyrissjóðanna yrði áfram við lýði og tryggt að allir eigi að taka þátt í lífeyrissparnaði. Eg fullyrði að meginástæða þess að farsæl niðurstaða varð í lífeyrissjóða- málunum var alger og órofa samstaða verkalýðshreyfingarinnar. Eg tel að við getum dregið þann lærdóm af þessu máli að sameinuð geti þessi hreyfing lyft grettistaki. Sama lærdóm getum við dregið af slagnum um vinnulöggjöfina. Þar náðist mikið og gott samstarf við önnur heildarsamtök launafólks. Það 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.