Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 92
VI. kafli
Miðstjórn
33. grein
Miðstjórn stjórnar daglegri starfsemi Alþýðusambandsins í samræmi við lög
þess og samþykktir ársfunda.
Miðstjórn ber ábyrgð á allri starfsemi Alþýðusambandsins og stofnana
þess og fyrirtækja á vegum þeirra. I þessu felst að miðstjóm getur gripið inn í
slíka starfsemi þegar hún telur þörf á.
Miðstjórn er heimilt að fela vinnunefndum að fara með dagleg verkefni Al-
þýðusambandsins í tilteknum málum.
Miðstjóm skal kosin til tveggja ára í senn, þannig að á ársfundi annað hvert
ár skal forseti kosinn sérstaklega og sex meðstjómendur, en hitt árið skal vara-
forseti kosinn sérstaklega og sjö meðstjómendur. Þessir mynda miðstjóm Al-
þýðusambands Islands.
Auk þess skal kjósa sjö varamenn. Þrjá það árið sem forseti er kjörinn og
fjóra það árið sem varaforseti er kjörinn.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. um tveggja ára kjörtímabil getur ársfundur
ákveðið að láta fara fram kosningu um tiltekið miðstjórnarsæti þó að kjörtíma-
bili þess sem í sætinu situr sé ekki lokið. Þetta á m.a. við ef miðstjómarmaður
fellur frá, forfallast, fer til starfa sem ósamrýmanleg eru setu í miðstjóm, eða
er kjörinn forseti eða varaforseti sambandsins. Sá sem kosinn er til setu í mið-
stjóm samkvæmt þessu ákvæði skal aðeins kosinn til loka hins upphaflega
kjörtímabils.
Við kjör miðstjórnar skal leitast við að kjósa fulltrúa ólíkra atvinnugreina
og að hlutdeild karla og kvenna verði sem jöfnust.
Enginn er löglega kosinn í miðstjórn, nema hann fái a.m.k. helming greid-
dra atkvæða.
Forfallist forseti eða varaforseti svo að þeir geti ekki gegnt störfum sínum,
skal miðstjóm þegar koma saman til fundar og kjósa varaforseta úr hópi mið-
stjómarmanna.
Miðstjóm hefur æðsta vald í öllum málefnum Alþýðusambandsins á milli
ársfunda þess, og ber aðildarsamtökum ASÍ og hverjum þeim, sem trúnaðar-
starfi gegnir fyrir sambandið, að hlýða fyrirmælum hennar og úrskurðum, en
rétt hafa aðilar til að skjóta ágreiningsmálum sínum við miðstjórn til ársfund-
ar, sem þá fellir fullnaðarúrskurð um þau.
Miðstjóm setur reglur um starfsemi einstakra deilda og stofnana, sem rekn-
ar eru á vegum heildarsamtakanna.
Miðstjórn setur með reglugerð fyrirmæli um undirbúning og framkvæmd
allsherjaratkvæðagreiðslu. Skal reglugerðin vera þannig sniðin, að eftir henni
90