Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 13.11.2000, Síða 81
hefur gert hana að sinni - að ASÍ beiti sér fyrir því að aðild að ESB verði sett
á dagskrá.
Nefndin taldi að EES-samningurinn hefði gagnast íslensku launfólki vel.
Hann hefði verið umdeildur í upphafi en áhyggjurnar verið óþarfar. ASI hefði
öðlast aukin ítök í gegnum ETUC og haft mikið gagn af því starfi. ASI hefði
haft bein áhrif á löggjafarstarf í ESB og haft þannig mun meiri áhrif en ríkis-
stjórn Islands. I farvatninu væru samningar starfsgreinasambanda og íslensk
sambönd hefðu góða möguleika á að taka þátt í þeim.
EES-samningurinn hefði hins vegar veikst og mikilvægt væri að tryggja að
það hefði ekki neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf og vinnumarkað. Fram kom
að rætt hafi verið um möguleika tvíhliða samnings í stað EES-samningsins.
Alþjóðanefndin taldi þá möguleika óraunhæfa, því að þeir myndu einungis ná
til viðskipta, en ekki félagsmála.
Alþjóðanefndin lagði áherslu á virkan þátt í Evrópusamstarfinu og Nor-
rænu samstarfi. Jafnframt þyrfti að huga rækilega að því hvaða leiðir væru fær-
ar til að tryggja aðgang og áhrif íslensks launafólks í ljósi veikingar EES-
samningsins. Þar væri hægt að ímynda sér endurskoðun samningsins sem fæli
í sér að hann yrði styrkari á ný eða beina aðild að Evrópusambandinu. Endur-
skoðun samningsins virtist aftur á móti ekki vera líkleg af pólitískum ástæð-
um. Þannig þyrfti að hefja umræðu hér á landi og innan verkalýðshreyfingar-
innar um aðild. Það þyrfti að skilgreina samningsmarkmið í aðildarviðræðum
og þar þyrftu sjónarmið launafólks að skipa veglegan sess. Alþýðusambandið
hlyti að gegna lykilhlutverki í þeirri vinnu. Alþýðusambandið þyrfti því að
taka frumkvæði í Evrópuumræðunni og stuðla að því að málið verði tekið á
dagskrá. Nýta þurfi þá þekkingu sem orðin er til á vettvangi ASI til að aðstoða
starfsgreinasamtök til að gera samninga á Evrópuvettvangi. Það þurfi að halda
áfram starfi innan evrópskra verkalýðssamtaka, norrænu samtakanna og sam-
starfi við stjórnvöld og atvinnurekendur um framkvæmd EES-samningsins.
Margir tóku til máls við umræður um áherslur í alþjóðamálum: Þorbjörn
Guðmundsson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur, sem flutti tillögu um að í al-
þjóðamálum beri að líta víðar en til Evrópu eingöngu og um þátttöku ASI í
þróunarverkefnum. Borgþór Kjærnested, Félagi leiðsögumanna, sem ræddi
um áhrif EES-reglna á rétt íslenskra leiðsögumanna og bifreiðastjóra. Sigur-
jón Einarsson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur, sem lýsti sig andvígan því að að-
ild að ESB væri á dagskrá og taldi mikilvægara að ræða þátttöku ASI í erlendu
samstarfi á mun víðari grundvelli. Magnús Jakobsson, Eflingu - Stéttarfé-
lagi, sem taldi of mikla Evrópuslagsíðu á drögum að málefnaáherslum
Þorsteinn Gunnarsson, Félagi framreiðslumanna, kynnti tillögur Al-
79