Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Side 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Side 6
6 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 7 Helsta breytingin sem verður við þessa framkvæmd er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fjórar til fimm mínútur. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna. Áætluð umferð um nýja brú við opnun er um fjögur til fimm þúsund ökutæki á sólarhring. Þá verður umferð þyngri ökutækja ekki leyfð á gömlu brúnni þegar sú nýja hefur verið tekin í notkun. Um er að ræða samkeppnisútboð á grundvelli laga um opinber innkaup þar sem beitt verður hæfismiðuðu vali og þeim fyrirtækjum boðið til þátttöku sem metin verða hæf á grundvelli útboðsauglýsingar. Vonast er til að samningar náist um framkvæmdina fyrir lok þessa árs. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. ↖ Horft til vesturs yfir brúna. ← Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri Laugardælaeyju. ↓ Efni sem féll til við byggingu Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss hefur verið nýtt til að fergja tilvonandi vegstæði að nýju Ölfusárbrúnni.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.