Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Page 15

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Page 15
14 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 15 Nýja tengingin stóðst prófraunina Þegar kom að því að velja BS verkefni lá beinast við að nýta tengslin við Vegagerðina. „Það var í gangi rannsóknaverkefni sem meistaranemi var að vinna að undir leiðsögn Ólafs Sveins og Bjarna Bessasonar. Ég fékk að stíga inn í það og vinna BS verkefni mitt út frá því.“ Verkefnið snerist um að þróa nýja tengingu milli staðsteypts sökkuls og forsteypts stöpulveggjar. „Það er til mikils að vinna að geta stytt byggingartíma brúa og ein leið til þess er að nota forsteyptar einingar í stað þess að steypa á staðnum. Með því er hægt að stytta tímann á verkstað og menn eru ekki eins bundnir af veðri og vindum,“ útskýrir Rúnar Steinn. Hann bendir hins vegar á að það geti verið erfitt að nota forsteyptar einingar á jarðskjálftasvæðum eins og víða eru á Íslandi. „Aðal rannsóknarspurningin í verkefninu var sú hvort nýja tengingin gæti yfirfært álag frá vegg yfir í sökkul án þess að hún gæfi sig, og hvort þessi lausn væri jafn góð og staðsteypt útgáfa.“ Þegar Rúnar Steinn kom inn í verkefnið var þegar búið hanna tenginguna og steypa prófstykkin sem voru tvö, annars vegar hefðbundin staðsteypt útfærsla og hins vegar útfærsla með nýrri tengingu. En hvernig er þessi tenging? „Við þróun tengingarinnar var horft til tiltölulega nýrrar brúar yfir Jökulsá á Dal þar sem var notaður forsteyptur stöpulveggur með útistandandi U-járn sem stungust niður í sökkul sem var staðsteyptur. Slík útistandandi járn eru mjög viðkvæm og geta skemmst í flutningum. Þess vegna var ákveðið að skoða hvort hægt væri að hanna annars konar tengingu sem ekki væri jafn viðkvæm fyrir hnjaski. Í okkar rannsókn var stöpulveggurinn forsteyptur án útistandandi járna en í staðinn stingst hann niður í sökkulmót og er steyptur fastur samhliða því sem sökkull er steyptur á staðnum.“ Næsta skref var að gera prófanir sem var gert á tilraunastofu Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands. „Þar er spennigólf sem er hentugt fyrir próf eins og þessi. Síðan var komið fyrir 100 kN vökvatjakki til að setja spennu á prófstykkin til að kanna hversu vel þær stæðu af sér slíkt álag.“ Og hver var niðurstaðan? „Hún var sú að nýja tengingin hélt styrk yfir 80% fram í síðustu lotu. Hún stóðst því mjög vel og alveg sambærilega og staðsteypta viðmiðunarútgáfan. Þetta er því tenging sem virkar,“ svarar Rúnar Steinn. → Rúnar Steinn segir eitt það skemmtilegasta við starfið að fá að fara í eftirlitsferðir á verkstað. Hér er hann á nýju brúnni yfir Þorskafjörð. ↘ Rúnar Steinn var tilnefndur til nemendaverðlauna á Steinsteypudeginum. Hér er hann með Børge Johannesi Wigum, formanni Steinsteypufélags Íslands. Svaka skemmtilegur steinsteypudagur Rúnar Steinn fékk boð um að kynna verkefni sitt á Steinsteypudeginum 10. febrúar. „Ég ákvað að slá til þó ég hafi verið dálítið kvíðinn fyrir að flytja erindi fyrir hundrað manns. Ég komst hins vegar að því að lykillinn að því að kynna fyrir framan stóran hóp af fólki er að vera vel æfður. Þetta reyndist svo vera alveg svakalega skemmtilegur dagur. Fyrirlesturinn gekk vel og svo var ég tilnefndur til nemendaviðurkenningar sem ég hlaut,“ segir hann glaður. Rúnar Steinn hefur unnið á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar meðfram náminu frá síðasta sumri. „Ég stekk í þau verkefni sem falla til og reyni að aðstoða umsjónarmenn og verkefnastjóra. Verkefnin sem ég starfa við eru fjölbreytt og ég er spenntur fyrir framtíðarverkefnum tengd samgöngusáttmálanum,“ segir hann og brosir.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.