Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Page 20
20 Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 724
2. tbl. 31. árg.
21
Íslenskur hestur
En nú kemur að mínum þætti í vinnu við
umferðarmerki. Ég kom fyrst til starfa hjá Vegagerðinni
fermingarsumarið 1968 í brúavinnu. Svo var ég í
mælingum og jarðvegsathugunum jafnhliða því að
ljúka námi í byggingartæknifræði. Eftir það var ég í
framkvæmdaeftirliti, hafði umsjón með vinnuflokki og
vann við kaupaukakerfi í framkvæmdum og viðhaldi.
Vegagerðin hafði gefið út innanhúsfréttabréf frá
árinu 1978 og átti umsjón með því að færast á milli
svæða og deilda. Það gekk misjafnlega og árið 1984
lenti útgáfan hjá mér. Í framhaldi af því sá ég svo um
útgáfu fréttablaða Vegagerðarinnar þar til ég fór í
hálft starf 36 árum síðar, vorið 2020. Með þessum
verkefnum fékk ég svo ýmislegt annað að gera, flest
tengt almannatengslum en líka önnur verkefni. Þannig
var það í aðdraganda reglugerðarinnar 1989 að það
vantaði þjónustutákn fyrir svefnpokapláss og einhver
bað mig um að teikna upp tillögu sem ég gerði og er
hún enn notuð.
Ég aðstoðaði við að semja reglur um staðsetningu
þjónustumerkja og gaf út í bæklingi 1987. Þar af
leiðandi sat ég nokkra fundi með hagsmunaaðilum
og kynntist viðhorfum þeirra. Reglurnar voru
endurskoðaðar og annar bæklingur gefinn út ári síðar.
Það hefur verið 1988 að samstarfsmaður minn hjá
Vegagerðinni, Kristján Baldursson verkfræðingur,
kom úr framhaldsnámi í Svíþjóð og hafði meðferðis
nýja borðtölvu Apple Macintosh. Hann sá að þetta
tæki hentaði vel þeim verkefnum sem ég var að
fást við og fljótlega var ég kominn með svona tölvu
með PageMaker 1.0 umbrotsforrit og FreeHand 1.0
teikniforrit. Það var gæfuspor fyrir mig og Vegagerðina.
Á wikipedia má finna skemmtilegar myndir þar sem teikning evrópskra umferðarmerkja er borin saman eftir
löndum. Hér fyrir neðan er skjámynd hluta þessa samanburðar. Slóðin er:
https://en.wikipedia.org/wiki/Comparison_of_European_road_signs
↓
Mynd 10 Sýnishorn af þjónustumerkjum sem voru teiknuð
til að koma til móts við óskir þjónustuaðila. Hellaskoðun,
ferðamannafjós, svefnpokagisting, fiskihöfn.
→
Mynd 11 Til vinstri, sænski hesturinn í reglugerðunum
1979 og 1989. Til hægri teikningin sem líklega sannfærði
menn í dómsmálaráðuneytinu um að rétt væri að leyfa
okkur hjá Vegagerðinni að spreyta okkur við teikningarnar
fyrir reglugerðina 1995.