Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Side 22

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 31.03.2023, Side 22
22 Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 724 2. tbl. 31. árg. 23 Nú er það svo að ég er ekki mikill listamaður eða merkilegur teiknari en ég réði þó sæmilega við þetta tvívíða format sem tákn umferðarmerkja er. Ég held þó að aðal ástæðan fyrir því að yfirmenn mínir létu mig halda áfram við þetta verk var sú að ég var mjög fljótur að vinna þetta í FreeHand forritinu og var ég oft kominn með tillögu að tákni sama dag og óskað var eftir henni. Það var hentugt og því ekki leitað annað. Í reglugerðinni frá 1995 hljóðar 41. greinin svo: „Vegagerðin mun hafa til sölu tölvudisklinga með myndum umferðarmerkja og málsetningu, svo og vinnuteikningar af einstökum merkjum í mælikvarða 1:4.“ Fáum árum síðar voru þessar teikningar komnar á vefinn, öllum aðgengilegar án endurgjalds. Í nýju reglugerðinni 32. grein segir: „Vegagerðin skal á vefsíðu sinni gera aðgengilegar myndir og málsetningar merkja sem getið er í reglugerð þessari.“ Þannig mun það áfram vera á ábyrgð Vegagerðarinnar að hafa þetta í lagi. Reglugerðin frá árinu 1989 var 36 blaðsíður en árið 1995 voru blaðsíðurnar 70 í sama broti. Það segir talsvert um fjölgun merkja og mynda. Það kom aftur út reglugerð 1998 en síðan hafa einungis komið viðbætur, a.m.k. 7 talsins, sem hafa verið auglýstar í Stjórnartíðindum en engin heildarútgáfa fyrr en sú sem nú er væntanleg. Á þessum árum fluttist ábyrgð á þessu málefni frá dómsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis og varð það til þess að Vegagerðin hafði að mestu frumkvæði varðandi viðbætur við umferðarmerkin og aðrar lagfæringar á reglugerð. Það var líklega ástæðan fyrir þessum bútasaumi, það var auðveldara að skjóta inn einni og einni auglýsingu en að fara í heldar endurskoðun. Sú útgáfa á umferðarmerkjareglugerð sem nú er væntanleg hefur verið í vinnslu í nokkur ár. Einar Pálsson á þjónustusviði Vegagerðarinnar tók við af Birni Ólafssyni sem stjórnandi þessa verkefnis og hefur leitt vinnuna við nýja reglugerð. Ég mun fjalla um hana í sérstakri grein en mín aðkoma að þeirri vinnu var yfirlestur og ráðgjöf varðandi texta og svo öll teiknivinna. Myndirnar eru yfir 500 talsins og þótt flestar þeirra hafi verið til frá 1995 þá þurfti að fara Það hefur verið nokkur umræða undanfarna áratugi um hvort ástæða sé til að íslensk umferðarmerki séu einnig með enskum texta. Þetta á einkum við þar sem um er að ræða tákn sem má segja að sé séríslenskt. Lengi var mikil andstaða gagnvart þessu og er enn að nokkru leyti. Meðal raka er að ekki sé víst að stór hluti ↑ Mynd 14 Tvö viðvörunarmerki sem bættust við reglugerðina eftir 1998 með sérstökum auglýsingum. Íslenska sauðkindin brýtur upp regluna um að táknið skuli teiknað frá hlið. Hún horfir í áttina að ökutækinu en lambið fylgist ekki með og getur stokkið af stað hvenær sem er. Með auglýsingu var einnig ákveðið að merki sem sett eru upp tímabundið vegna framkvæmda skuli vera með öðrum skærari neongulum grunnlit en hefðbundin viðvörunarmerki. Það á við um veghefilinn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.