Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 3
2 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 3 Tvö stærri vegamót eru í framkvæmdinni, hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan Hringveg og svo hliðfærð T-vegamót á Hringvegi við Hvammsveg eystri og Kirkjuferjuveg. Til framkvæmdanna teljast einnig bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveimur reiðgöngum úr stáli, auk breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja. Hringvegur er byggður upp sem 2+2 vegur en gengið verður frá yfirborði hans sem 2+1 vegar. Framkvæmdir hafa gengið framar vonum og eru nokkuð á undan áætlun. Enn á eftir að steypa brúargólf á tvær brýr, yfir Bakkárholtsá og við Kotströnd. Þá á eftir að malbika veginn frá Kotströnd að Kirkjuferjuvegi en sá hluti Hringvegar var byggður nýr frá grunni. Verkinu í heild á að ljúka í september 2023 samkvæmt útboði og verksamningi en útlit er fyrir að umferð verði hleypt á allan kaflann fyrir árslok en gera má ráð fyrir einhverjum frágangi fram eftir árinu 2023. ↓ Vonast er til að vegurinn milli Kotstrandar og Kirkjuferjuvegs klárist fyrir árslok. → Undirgöng við Kotströnd eru langt komin.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.