Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Qupperneq 7
6 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 7 Vinnu við undirgöng og stígakerfi við Litluhlíð er lokið og búið er að opna fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Síðla sumars var unnið við hellufrágang eftir stígnum, lagðar voru þökur og að auki voru plöntur og tré gróðursett í brekkunni við stíginn. Katrín segir að undirbúningur áframhaldandi göngu- og hjólaleiðar eftir Skógarhlíð sé þegar hafinn. Loks segir Katrín að framkvæmdir á Arnarneshæð gangi samkvæmt ætlun. Þar er verið að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem mun bæði tengjast þeim stígum sem fyrir eru á svæðinu og stígum sem fyrirhugað er að leggja á þessum slóðum. „Við hönnun á undirgöngum við Arnarneshæð var lögð mikil áhersla á að útfæra göngin á aðlaðandi máta og þar spilar breidd ganganna og lofthæð miklu máli til að þau verði sem björtust,“ segir Katrín. „Til stendur að koma Arnarnesveginum út á Arnarnes í rétt horf fyrir veturinn og stefnt er að því að hægt verði að opna fyrir umferð gangandi og hjólandi um göngin í janúar. Lokafrágangur verður þá næsta vor,“ segir Katrín. Elliðaárdalur í Reykjavík Í Elliðaárdalnum í Reykjavík er búið að leggja nýjan tvístefnu hjólastíg frá Höfðabakka að Vatnsveitubrú. „Þær framkvæmdir hófust seint á síðasta ári og hafa gengið samkvæmt áætlun. Þessa dagana er unnið að lokafrágangi við lýsingu við stíginn. Jafnframt er byrjað að undirbúa áframhald á þessari leið sem mun að endingu ná að Breiðholtsbraut,“ segir Katrín. Ráðgert er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir Dimmu með haustinu þannig að umræddur stígur mun tengjast stígakerfi við nýjan Arnarnesveg um mislæga lausn yfir Breiðholtsbraut. Kallað hefur verið eftir nýrri brú yfir Dimmu, en sú brú sem fyrir er, er barn síns tíma og var ekki byggð sem göngu- og hjólabrú heldur var hún upphaflega hitaveitustokkur. Þá eru framkvæmdir í gangi, ofan við Sprengisand, austast á Bústaðavegi. „Þar er verið að byggja undirgöng fyrir gangandi- og hjólandi vegfarendur og samhliða því verða gerðar stígatengingar við nærliggjandi stígakerfi,“ segir Katrín. Nýr hjólastígur í Elliðaárdal. Undirgöng við Litluhlíð. Undirgöng á Arnarneshæð.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.