Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 10

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Blaðsíða 10
10 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 11 Rannsóknarteymi skilaði áfangaskýrslu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum rannsókna á sprautusteypu í Hvalfjarðargöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum og Héðinsfjarðargöngum. Í ár er áætlað að skoða fjögur göng til viðbótar. Verkefnið er samvinnuverkefni unnið af Mannviti og Vegagerðinni. Stutt ágrip af verkefnalýsingu Verkefnið felur í sér að kanna ástand sprautusteypu í íslenskum veggöngum með tilliti til aldurs, hrörnunar og þykktar, og með því að reyna að áætla líftíma sprautusteypunnar miðað við þykkt ásprautaðs lags. Markmið rannsóknarinnar er að betrumbæta hönnunarforsendur við val á þykkt ásprautaðrar steypu til bergstyrkinga við sæmilegar til góðar jarðgangaaðstæður. Sýni fyrir fyrri áfanga verkefnisins voru tekin vor og sumar 2021. Sýnatökustaðir voru valdir út frá jarðfræðilegum aðstæðum og áætlaðri þykkt sprautusteypunnar á hverjum stað í göngum. Einnig var skoðað hvar sýni hafa verið tekin áður og metið sérstaklega hvort æskilegt sé að taka ný sýni á sömu slóðum til samanburðar við rannsóknir, sem gerðar voru árin 2003-2005. Ástand sprautusteypu í jarðgöngum nokkuð gott „Ástandsskoðun sprautusteypu í íslenskum veggöngum – fyrri áfangi“ er heiti rannsóknarverkefnis sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Í verkefninu er ástand sprautusteypu í veggöngum skoðað með tilliti til þykktar og væntanlegs líftíma. Bakgrunnur og forsaga Á Íslandi er jafnan stuðst við norska hönnunarstaðla þegar kemur að jarðgöngum. Jarðfræðilegar aðstæður eru þó ólíkar og getur það haft áhrif á styrkingar og magn. Hér á landi er berggrunnurinn frekar „basískur“ en í Noregi eru það helst „súr“ berglög sem skapa vandamál fyrir líftíma sprautusteypu í göngum yfir sjávarmáli og selta í neðansjávargöngum. Einnig er jarðvatnið hér á landi basískara en norska grunnvatnið. Steypa er í eðli sínu „basísk“ og sýrustig hennar því nær því sem er að finna í umhverfi íslenskra aðstæðna. Það er því þörf á að kanna hrörnun sprautusteypu í íslenskum veggöngum, þannig að meta megi væntanlegan líftíma ásprautaðrar steypu hér á landi. Þar með fást betri forsendur fyrir þykktarviðmiðum ásprautaðrar steypu við sæmilegar til góðar jarðfræðilegar aðstæður, en um 70 til 90% af heildarlengd vegganga undanfarinna ára hafa lent í þeim gangaflokki. Von er um að niðurstöður verkefnisins gefi til kynna að draga megi úr þykktarkröfum sprautusteypu í góðu gangabergi án þess að það komi niður á kröfum til líftíma bergstyrkinga sem settar eru (100 ár). Ef hægt verður að sýna fram á að minni lágmarksþykkt sprautusteypu í göngum uppfylli áðurnefndar kröfur í tveimur efstu styrkingarflokkum mun það minnka magn steypu í göngum umtalsvert. Einnig mun það leiða til þess að kolefnisspor framkvæmdar minnkar ásamt styrkingakostnaði.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.