Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Síða 11

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Síða 11
10 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 11 Rannsóknir og fyrstu niðurstöður Sýnin voru skoðuð með tilliti til þrýstistyrks, rúmþyngdar, kolsýringu, sprungumyndunar og alkalivirkni. Almennt er ástand sprautusteypunnar nokkuð gott í skoðuðum jarðgöngum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að sú steypa sem var skoðuð og prófuð úr þessum þremur jarðgöngum fyrri áfanga rannsóknarverkefnis standi sig vel við þær aðstæður sem þar eru. Ekkert bendir til þess að kolsýring sé eða muni verða til vandræða. Kolsýring var yfirleitt innan við 10 mm, en mesta kolsýringin mældist í sýni úr stöð 4336 í Héðinsfjarðargöngum, um 14 mm inn frá yfirborði sprautusteypu. Þá er þrýstistyrkur þeirra sýna sem tekin voru að jafnaði mjög hár og ekki að sjá að styrkur hafi minnkað frá því sem var á byggingartíma. Við smásjárskoðun var ekki annað að sjá en að steypan væri að bera vel þá áraun að styrkja veggöng á Íslandi. Spennandi verður að sjá hverjar niðurstöður seinni hluta rannsóknaverkefnisins verða, en í ár er fyrirhugað að skoða Almannaskarðsgöng, Breiðadals- og Botnsheiðargöng, Bolungarvíkurgöng og Múlagöng . Verkefnið er unnið af Benedikt Ó. Steingrímssyni, Matthíasi Loftssyni frá Mannvit, Guðbjarti J. Einarssyni, ásamt Frey Pálssyni frá Vegagerðinni. ↑ Mynd 1: Benedikt Ó. Steingrímsson við sýnatöku. ↙ Mynd 2: Kjarnasýni frá Hvalfjarðargöngum fyrir þunnsneiðargerð. Yfirborð sprautusteypu er efst og neðst er undirliggjandi berg (basalt). ↓ Mynd 3: Kolsýring, efsti hluti steypunnar (ólitaður) er kolsýrður, litaða svæðið er án kolsýringar

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.