Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Síða 23

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Síða 23
22 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 23 Tilraun á erfiðum kafla á Reykjanesbrautinni Reykjanesbrautin, milli hringtorgs við Lækjargötu og langleiðina að ljósum við Kaplakrika, hefur verið erfið viðureignar undanfarin ár. Sérstaklega var akrein meðfram Setbergi illa farin á um 600 metra kafla síðastliðinn vetur. „Vegurinn var tvöfaldaður fyrir um tuttugu árum. Fyrir nokkrum árum fór að bera á aflögun í akreininni og var farið í stakar viðgerðir sem héldu ekki nógu vel og fóru fljótt að láta á sjá. Þetta var óvenjulegt og við vorum ekki nægilega viss um hvað ylli. Því var ákveðið að gera rannsóknir á veginum til að finna orsökina,“ segir Kristinn Lind Guðmundsson á umsjónardeild Suðursvæðis Vegagerðarinnar. Ákveðið var að gera bráðabirgðaviðgerð á veginum meðan á rannsóknum stæði og var vegurinn því malbikaður með þunnu lagi fyrir tveimur árum. „Malbikið flettist hins vegar af á stórum hluta síðastliðinn vetur sem var slæmt fyrir vegfarendur. En þar sem erfitt er að fara í meiriháttar viðgerðir að vetri til voru holur lagfærðar eins og kostur var.“ Fyrsta kenningin var að lagnir undir veginum væru til vandræða en það reyndist ekki vera. Í maí síðastliðnum var vegurinn mældur með falllóði og gerð greining á honum með veggreini Vegagerðarinnar. „Þá kom í ljós að burðarþolsgildi á akreininni voru ekki góð, sérstaklega upp við hringtorgið. Grafnar voru þrjár holur til að kanna uppbyggingu vegarins og reyndist uppbyggingin ekki vera nægilega góð. Þannig væri vegur ekki byggður í dag þar sem stífari kröfur eru gerðar til efna í svo umferðarmiklum vegi.“ Kannaðar voru þær leiðir sem voru færar til viðgerðar á veginum sem kölluðu ekki á allsherjar enduruppbyggingu sem er bæði mjög dýr og mikil röskun fyrir vegfarendur og íbúa. „Þá kom upp sú hugmynd að prófa þennan malbiksdúk sem á að dreifa álaginu á veginn. Við fengum fund með sérfræðingum frá Þýskalandi þar sem dúkurinn er framleiddur og fengum leiðbeiningar um virkni og útlagningu hans,“ segir Kristinn en það er nokkur kúnst að leggja dúkinn rétt þar sem hann er 2,5 m á breidd. „Malbikið var frekar þunnt á þessum vegi, mest 10 cm og minna í hjólförum. Við fræstum malbikið af á báðum akreinum í norðurátt. Reyndum að fræsa eins lítið og við gátum til að skilja eftir einhvern massa í veginum. Á hægri akreininni upp við hljóðmönina fylltum við síðan í misfellur með malbiki til að slétta úr veginum. Næst var sett 70% bikþeyta á veginn til að festa dúkinn á verr förnu akreinina og loks voru báðar akreinarnar malbikaðar á sama tíma,“ lýsir Kristinn. Strax að lokinni viðgerð var vegurinn mældur með veggreini Vegagerðarinnar og áfram verður mælt til að fylgjast með hjólfaramyndun og öðrum skemmdum. „Þetta er engin hókus pókus aðgerð sem gerir veginn sem nýjan. En það verður forvitnilegt að sjá hvort ending slitlagsins lengist og áhugavert að bera saman akreinarnar tvær þar sem önnur er með dúk og hin ekki.“ ↑ ↙ Reykjanesbrautin, milli hringtorgs við Lækjargötu og langleiðina að ljósum við Kaplakrika, hefur verið erfið viðureignar undanfarin ár.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.