Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Page 28

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.10.2022, Page 28
28 Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. Framkvæmdafréttir nr. 721 6. tbl. 30. árg. 29 Fyrst má nefna myndbönd um margvíslega þjónustuþætti sem veita innsýn í starfsemi stofnunarinnar svo og myndbönd um einstaka framkvæmdir. Næst má nefna upptökur úr Vegvarpi Vegagerðarinnar sem eru þættir um ýmis áhugaverð málefni. Þá er þar einnig að finna ýmsar upptökur af morgunverðarfundum, málþingum og ráðstefnum. Meðal myndbanda sem finna má á YouTube-rás Vegagerðarinnar eru: Uppbygging hjólastíga - Samgöngusáttmálinn Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir frá uppbyggingu hjólastíganets á höfuðborgarsvæðinu. Malarvegir Myndband þar sem farið er yfir ýmis atriði sem varða akstur og viðhald á malarvegum. Malarvegir eru 7.440 km en vegakerfið í heild sinni er 12.910 km. Breikkun Hringvegar 1 á Kjalarnesi Myndband um mikilvæga framkvæmd sem mun auka umferðaröryggi til muna. Áhugaverð myndbönd um verkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin heldur úti YouTube-rás með myndböndum sem endurspegla hið fjölbreytta starf sem Vegagerðin sinnir. Klæðingar - bundið slitlag á umferðarminni vegi Myndbandið veitir innsýn í verklagið við lagningu klæðingar. Vegstikur vísa veginn Viðtal við Grétar Einarsson, verkstjóra á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Selfossi, um viðgerðir á stikum í apríl 2022. Vetrarþjónusta á Hellisheiði Myndbandið gefur góða innsýn í hversu erfiðar aðstæður geta orðið á Hellisheiði þegar mikið snjóar. Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar 1777 Í myndbandinu er fjallað um umferðarþjónustu Vegagerðarinnar sem veitir upplýsingar til vegfarenda í gegnum símanúmerið 1777, tölvupóst, Facebook og Twitter.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.