Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 8

Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 8
í fótspor Ingvars Sigurðssonar Baldur Trausti Hreinsson leikur Ormar í Meiri gauragangi sem er sjálfstætt framhald af kassastykkinu Gauragangi LEIKHÚS Síðasti bærinn í dalnum Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háð- vör er búið að koma sér þægilega fyrir á leikhúskorti höfuðborgarinnar. Sýningar hópsins hafa verið sérlega frísklegar og er þessi nýja leikgerð á sögu Lofts Guð- mundssonar þar engin undantekning. Hér er á ferðinni gamansöm lýsing á baráttu sveitafjölskyldu við yfírgangssöm og frek tröll sem vilja öllu ráða í litla dalnum þeirra. Meðal leikara eru María Ellingsen, Halldór Gylfason, Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason. Um leikstjórataumana heldur svo Hilmar Jónsson. Söngvaseiður Pessi sígildi söngleikur var síðast settur upp í Þjóðleikhúsinu árið 1991. Nú spreytir LA sig á honum og hefur fengið hina stór- efnilegu söngkonu Þóru Einarsdóttur til þess að syngja hlutverk barnfóstrunnar geðþekku, Maríu. Hörkutólið Von Trapp kaptein leikur Hinrik Óiafsson og í hlutverki elstu dóttur hans er Jóna Fanney Svavars- dóttir, bróðurdóttir hetjutenórsins okkar, Kristjáns Jóhannssonar. Það er Auður Bjarnadóttir sem leikstýrir, en fyrsta leik- stjóraverkefni hennar var hin ákaflega vel heppnaða Ástarsaga 3 sem sýnd var í Borgarleikhúsinu í haust. Takið eftir leikmynd Messíönu Tómasdóttur sem ku vera mikið listaverk. Óskastjarnan Átakaverk eftir Birgi Sig- urðsson. Ung myndlistar- kona sem hefur búið er- lendis um árabil snýr aftur á æskuslóðirnar þar sem eldri systir hennar glímir við raunveruleikann í sveitinni. Leikarar eru meðal annars Elva Ósk Ólafsdóttir, Hall- dóra Björnsdóttir, Valdimar Örn Flygenring og Hilmir Snær Guðnason. Leíkstjóri er Hallmar Sigurðsson. Feitir menn í pilsum Þessi hrollvekjandi gamanleikur segir frá móður og syni sem lenda í flugslysi og hafna ein síns liðs á eyðieyju. Þar þurfa þau fljótlega að spyrja sig að því hvort sömu reglur gildi í stórborgum og frumskóginum. Þetta hnyttna og skemmtilega leikrit er skrifað af Nicky Silver, einu heitasta leikrita- skáldinu í New York um þessar mundir, og leikstýrt af Þóri Tulinius. Hanna María Karls- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson fara með aðalhlutverk. Gauragangur er eitt vinsælasta leikritið sem sett hefur verið upp í Borgarleikhúsinu. Það var frumsýnt árið 1994 og fjallaði um félag- ana Orm og Ranúr. Stykkið var sýnt 80 sinnum fyrir um 40.000 á- horfendur. í kjölfar gífurlegra vinsælda Gauragangs er nú ráðist í uppsetn- ingu Meiri gauragangs. Hér er á ferðinni sjálfstætt framhald fyrra leikritsins. Þeir Ormur og Ranúr knýja nú dyra í Danmörku og halda á vit ævintýra í Kaupmannahöfn. Komast þar í margvíslegan háska og kynnast kynlegum kvistum. Ingvar E. Sigurðsson fór með hlutverk Orms á sínum tíma og gerði hann ódauðlegan með túlkun sinni. Að þessu sinni er það Baldur Trausti Hreinsson sem fer með hlutverk draumórapiltsins Orms. Hvernig ætli hon- um litist á að feta í fótspor Ingvars? „Handritið að þessu leikriti er allt öðruvísi en handritið að Gauragangi. Ormur og Ranúr virka í rauninni mjög normal innan um liðið sem þeir hitta í Kaupmannahöfn. Stefnan er sú að þetta eigi ekki að vera eins enda fer maður ekki í skóna hans Ingvars. En grunnurinn er sá sami og maður tek- ur þetta bara og gerir að sínum eigin karakter." í Kaupmannahafnarferðinni prófar Ormur hin og þessi eiturlyf og það þarf Baldur svo að sjálfsögðu að túlka á sviðinu. Aðspurður um hvaða aðferðum hann beiti til þess að leika hin annar- legu áhrif segir Baldur það fara eftir því hversu raunsæ túlkunin á að vera. „En fyrir mann sem ekki hefur prófað eiturlyf verður hann bara að kynna sér hvernig þau virka. Og það er svo sem nóg til af þeim sem geta sagt manni hvernig áhrifin eru,“ bætir hann við. Að mati Baldurs er meginmunurinn á Gauragangi og Meiri gauragangi sá að þessi saga er skýrari og einfaldari, og kannski meira grípandi. „Svo finnst mér lögin hjá Jóni vera mun skemmtilegri en í Gauragangi." En ætli Baldur sé ekkert hræddur um að verða hundleiður á þessu öllu saman ef sýningin verður jafnvinsæl og Gauragangur? „Nei, ég held að maður hafi nú alltaf jafngaman að þessu. En mér skilst að tækniliðið sem vann að Gauragangi megi ekki heyra minnst á leikritið. En þetta er bara eins og hver önnur vinna, maður mætir á staðinn og gerir sama hlutinn sextíu sinnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.