Ský - 01.02.1998, Page 59

Ský - 01.02.1998, Page 59
1 AKUREYRI 1 FLUGFÉLAGSBÆRINN ■ í„Fjallinu" Hvergi betri aóstaða fyrir snjóbrettafólk en í HLíðarfjaUi Margrómað skíðasvæði Norðanmanna heitir Skíða- staðir, þótt flestir landsmenn þekki það betur und- ir nafninu Hlíðarfjall og heimamenn tali í daglegu máli um „Fjallið" þegar þeir fara á skíði. ívar Sigmundsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins, er ákaflega ánægður með aðsóknina það sem af er og segir mætinguna í janúar sambærilega við það sem gerist í mars og apríl þegar tímabilið stendur sem hæst. í „Fjallinu" eru einhverjar bestu alhliða brekkur landsins. Neðri brekkurnar eru kjörnar fyrir þá sem eru að renna sér sína fyrstu metra á skíðum, en ofar er brattara og það kunna hinir vanari vel að meta. Fyrsta vetrardagskrá ársins í Hlíðarfjalli verður á Dek- urdögum milli 21. febrúar og 3. mars. Þá verður margt um dýrðir, þar á meðal snjóbrettamót, göngu- skíðatrimm og sérstakt skíðaleiksvæði fyrir börnin. Skíðamót íslands hefst svo 25. mars og um miðjan apríl fer fram sterkt alþjóðlegt skíðamót. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kristinn Björnsson mæti til leiks og með honum að öllum líkindum stór hópur sterkra er- lendra skíðamanna. Stærsta mót vetrarins er aftur á móti Andrésar Andar- leikarnir sem fara fram 22. til 25. apríl. Að sögn ívars gera áætlanir ráð fyrir um 800 keppendum, 250 farar- stjórum og 500 foreldrum á leikana. Hversu stór hópur- inn verður ræðst endanlega af veðri og snjómagni, en árið 1995 þegar hvort tveggja var í góðu lagi mættu 1.600 manns á mótið. Töluvert er um það að stórir hópar utanbæjarfólks heimsæki Skíðastaði. Sérstaklega hefur snjóbrettafólk verið duglegt að mæta. Til dæmis segir ívar að um 80 manna hópur frá Týnda hlekknum hafi verið þar á ferð og sýnt fyrirmyndarframkomu og ástundun. „Þetta var aldeilis frábær hópur sem gisti hérna hjá okkur á Skíðahótelinu. Allir voru komnir til þess að skíða og það var sko ekkert rugl á þessu liði." ívar og hans fólk er líka duglegt að sinna snjóbretta- áhugafólki og er jafnan eitt svæði í brekkunum sérút- búið fyrir brettin. Gönguskíðafólki er einnig vel sinnt í Hlíðarfjalli. Að sögn ívars er daglega lögð 3,5 km löng göngubraut og um helgar 7 til 10 km braut. Auk þess er lögð göngu- braut í Kjarnaskógi þegar snjór leyfir. Fjórar lyftur eru í Hlíðarfjalli, ein stólalyfta og þrjár toglyftur. Lengsta brautin er 2,5 km og er fallhæðin 500 metrar. Dagskort kostar 600 kr. og gildir frá opnun til lokunar. 57

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.