Ský - 01.02.1998, Side 74

Ský - 01.02.1998, Side 74
Milli himins og jarðar Fleytir sér áfram á súrmjólkinni „Súrmjólk í öll mál og vöfflur með kaffinu" gætu verið einkunnarorð Mjólkursamlags IMorðfirðinga. Margrét Björgúlfsdóttir hitti mjólkurbússtjórann, hinn danska Jeff Clemmensen / þeim tímum sem fyrirtæki keppast við að sameinast og stækka til að ná fram svokallaðri hagræðingu eru samt enn til menn sem berjast með kjafti og klóm fyr- ir sjálfstæði sínu og sérhæfingu. Dæmi um það er mjólkuræv- intýrið í Neskaupstað, barátta Davíðs við risann Golíat. Þegar til stóð að úrelda Mjólkursamlagið í Neskaupstað fyrir nokkrum árum tóku bændur og bæjarmenn sig saman, neituðu að leggja niður samlagið sitt og stofnuðu nýtt hlutafé- lag, Mjólkursamlag Norðfirðinga hf. Hluthafar eru margir, einstaklingar úr bænum og nærsveitum, en stærstur er kaup- staðurinn með um fjórðung hlutafjár. Litla mjólkurbúið er að verða það eina sinnar tegundar á landinu, en það nýtur ekki beinna styrkja eins og stóru samlögin, sem stöðugt bera víum- ar í keppinautinn smáa. Maðurinn á bak við framleiðsluna er mjólkursamlagsstjór- inn Jeff Clemmensen. Upphaflega kom hinn danski mjólkur- fræðingur til afleysinga í nokkrar vikur árið 1989, en hefur ekki farið síðan. Hann á stóran þátt í uppgangi samlagsins og er allt í öllu innan veggja þess - skrapp til dæmis og bætti að- eins á pökkunarvélina meðan á þessu spjalli stóð - ásamt að- stoðarmanni sínum, Atla Frey Björnssyni sem er verðandi mjólkurtæknir. Jeff er reyndar hættur að sækja mjólkina sjálf- ur eftir að hafa lent í allsvakalegu slysi á bremsulausum mjólkurbíl á síðasta ári. Samlagið hafði verið rekið með tapi í mörg ár þegar nýja hlutafélagið tók við. Og þó svo að Norðfirðingar fengju áfram ferskustu mjólkina og drykkju að minnsta kosti tvö glös á dag, var það ekki nóg til að snúa dæminu við. Lífsbaráttan er oft háð röð tilviljanna og þannig æxlaðist að Jóhannes í Bón- us og Jeff hittust í Neskaupstað og tóku tal saman. Ur því spjalli varð til súrmjólkursamningur og í.október 1996 hófst sala á þremur bragðtegundum af Bónus-súrmjólk í verslunum fyrirtækisins. Viðtökur neytenda voru vonurn framar og rúmu ári seinna er framleiðslan komin allt upp í tvö tonn á viku. Einnig er hafin sala á súrmjólk frá Mjólkursamlagi Neskaup- staðar til verslana víða um land. Vinsældir súrmjólkurinnar þakkar Jeff ferskleika og svo sérstakri meðhöndlun sem að sjálfsögðu er hernaðarleyndar- mál. Þó svo að sami gerillinn sé notaður og annars staðar er mjólkin ekki nema sólarhringsgömul þegar henni er tappað á og betra getur það vart orðið. A tilraunastofu mjólkurbússtjórans logar alltaf Ijós og eftir tveggja ára undirbúningsvinnu og þrotlausan vöfflubakstur kom tilbúið vöffludeig í eins lítra umbúðum á markaðinn fyr- ir rúmu ári síðan. Af viðtökunum að dæma renna vöfflumar ljúflega niður og hver veit nema pönnukökudeig sé næst. Margrét Björgúlfsdóttir er blaðamaður Skýja. Hún er komin áfullt í vöfflubakstur.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.