Ský - 01.02.1998, Síða 20
Lolla
í taugarnar á mér og ég sé ekki tilgang-
inn með því að umgangast svoleiðis
fólk.“
Marga leikara dreymir um frægð og
frama í útlöndum og sumir hafa látið
slag standa og freistað gæfunnar ytra.
Aðspurð svarar Olafía Hrönn því
ákveðið.játandi að hugur hennar leiti
út fyrir landsteinana. Vitanlega væri
frábært að ná árangri sem leikkona úti
í hinum stóra heimi, en þó sé það
draumur hennar að komast að hjá stóru
sjónvarpsstöðvunum og fá að fylgjast
með gerð grínþátta á borð við Frasier
og Staupastein sem eru báðir í miklu
uppáhaldi hjá henni.
Rauðhærður draumaprins
Ólafía Hrönn segir að sér finnist vera
kominn tími á breytingar í lífi sínu. Eg
er ekki viss um að þjóðin sé endilega
sammála leikkonunni, en leikkonan
hefur lúmskan grun um að fólk vilji
hvfla hana í einhvem tíma.
„Reyndar em viðbrögð fólks ekki á
þann veg að það sé orðið leitt á mér, en
maður fær stundum á tilfinninguna að
maður sé að endurtaka sig eins og
stundum í kringum áramótaskaupin
þar sem maður leikur oft sömu týpum-
ar.“
Ólafía Hrönn er fráskilin tveggja
sona móðir og búa þau mæðginin sam-
an ásamt systursyni Ólafíu Hrannar
sem er á menntaskólaldri. Hún segir
frábært að búa með þessum þremur
karlmönnum og að sínar sælustu og
þakklátustu stundir í lífinu séu þær
stundir sem hún á með þeim í gleði og
leik. En skyldi hún ekki vaða í karl-
mönnum sökum þess hver hún er?
„Nei, neinei, það er nú frekar öfugt,
segir hún og skellir upp úr. Við vomm
einmitt að ræða þetta, við Helga
Braga, að við værum í mjög erfiðri
stöðu.“
Nú, þora menn þá ekki að nálgast
ykkur?
„Nei, einmitt. Og þegar karlmaður
kemur og talar við mann er það bara af
því að maður er grínleikkona og þeir
eiga von á skrítlu. Þeir myndu ömgg-
lega aldrei láta sjá sig væri maður ekki
þekktur og það er náttúrlega dálítið
leiðinleg staðreynd."
Það liggur beinast við að grennslast
fyrir um draumaprinsinn. Það fer ekki
hjá því að Ólafía Hrönn verði vand-
ræðaleg, hún flissar feimnislega og
hefur lýsinguna. Blaðamaður telur víst
að leikkonan sé að fíflast með sig og
tekur af henni loforð um sannsögli í
lýsingu draumaprinsins. Og hvernig
lítur svo draumaprinsinn út?
„Ég vil þykkan mann með ljósrautt
hár og hvít augnhár. Ég veit að mörg-
um finnst ég með skrítinn smekk, en
ég vil íslenskan mann.
Hann þarf að vera karl-
maður sem segir á-
kveðinn: „Suss, suss,
Lolla mín, ekki vera
með þessa bölvuðu vit-
leysu.“ Og hann þarf
að taka svolítið stjóm-
ina og hafa húmor fyrir
lífinu."
Það verður ekki hjá því
komist að fá álit Ólafíu
Hrannar á útliti frægra
leikhúsfola sem falla
betur að almanna-
smekk og af handahófi
er hún beðin um að
velja sér einn af eftir-
farandi: Pálmi Gestsson, Baltasar Kor-
mákur, Egill Ólafsson eða Hilmir
Snær. Hver er þeirra fallegastur að
hennar mati?
„Það er Hilmir Snær,“ svarar hún
án umhugsunar. „Af því að hann er svo
fallegur að innan líka.“
Roð og fiður
Hverju þakkar Ólafía Hrönn það að
hún falli í kramið hjá áhorfendum?
„Ég vona að það sé vegna þess að
ég fer ekki í þetta leikkonuhlutverk
sem fylgir leikhúsrealismanum. Mér
leiðist hann ofboðslega og ég reyni að
fara aðrar leiðir."
Leikhúsgagnrýni hefur oft fengið á
baukinn í umræðu um leikhús og em
menn ekki alltaf á eitt sáttir um vinnu-
brögð þeirrar stéttar. Er Ólafía Hrönn
viðkvæm fyrir gagnrýni?
„Ég veit varla hvað skal segja því
ég hef nær alltaf fengið jákvæða um-
fjöllun. En væri ég rökkuð niður yrði
ég eflaust miður mín.“
Hún reynir að fara mikið í leikhús
sjálf, tekur tarnir af og til og sér þá
stykki eftir stykki. En áhugamálin eru
mýmörg. Ólafía Hrönn segist vera
voðalega lítill dýravinur og að nýjasta
hobbýið sé skotveiði. Hún sé þó ekki
enn komin með þá fæmi að hitta litlu
fuglana í hjartastað heldur æfi sig á
leirdúfum enn um sinn. Hún er for-
maður skotveiðiklúbbs Þjóðleikhúss-
ins, sem ber nafnið Roð og fiður, og er
afar stolt af þeirri vegsemd. Ennfremur
er hún söngelsk með afbrigðum og er í
tveimur hljómsveitum, Hljómsveit
Jarþrúðar og kvennahljómsveitinni
Heimilistónum, en hana skipa, auk
Ólafíu Hrannar, leikkonurnar Elva
Ósk, Vigdís Gunnarsdóttir og Halldóra
Bjömsdóttir.
Allir hafa leynda hæfileika. Hvaða
hæfileika skyldi Ólafía Hrönn búa yfir
sem kemur landsmönnum í opna
skjöldu?
„Ég hef þá trú að ég geti skrifað.
Mamma sagði alltaf að ég ætti að
skrifa og ég hef verið að dútla við að
skrifa leikrit, en tímaskortur háir því
að ég nái að sinna þessu almennilega.
Grindin er þó komin og efnistökin em
fáránleikinn í mannlegum sam-
skiptum, einkum þegar kúgun og
ósanngimi em annars vegar.“
Eru efnistökin þá byggð á eigin
reynslu?
„Tja, sumt. Og á fólkinu í kringum
mann.“
Hvaða leikrit hefðir þú viliað skrifa
sjálf?
„Það leikrit hefur ekki enn litið
dagsins ljós eða rekið á fjörar mínar.“
Þegar upp er staðið virðist Ólafía
Hrönn vera meðvituð um sjálfa sig og
kona í sátt við sjálfa sig. Heilsteypt og
alvarleg bak við allt grínið. Og ham-
ingjusöm eða hvað?
„Já, þetta er allt að lagast. Ég er
búin að vera dálítið óhamingjusöm um
tíma en bjartari tímar blasa við.“
Sérðu eftir einhverju?
„Já, ég sé eftir að hafa ekki hegðað
mér betur gagnvart mínum nánustu og
svo sé ég rosalega eftir einum manni.“
En hvort ertu perla eða svrn?
„Maður á ekki að spyrja svona.
Maður á ekki að spyrja svona. Ætli ég
sé ekki perla í svínsdulargervi...?“
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir er lausapenni í
Reykjavík. Draumaprinsinn hennar er ekki
rauðhœrður með hvít augnhár.
Og ég man að ég hugsaði með
mér: „ Vá, ég erþá svona fyndin
eftir allt saman. “Hinum á nám-
skeiðinufannst égþó ekkert
fyndin.
18