Ský - 01.02.1998, Qupperneq 23

Ský - 01.02.1998, Qupperneq 23
H e r d í s Mynd: Herdís Ljósmynd getur í mörgum tilfellum ekW síður sagt margt um þann sem er á bak víð myndavélina en það eða þann sem er fyrir framan' hana, Og stundum jafnvel meira um þann sem heldur á vélinni en myndefnið sjálft, Það er nefnilega engin ein leið að því að festa hluti á filmu, Fólk skynjar lífið svo misjafnlega, Það sem eínum finnst merkilegt vekur kannski ekki athygli annars, Vald Ijósmyndarans getur veriö mikið þegar viðfangs- efnið er fólk. Það má orða það sem svo að góður Ijósmynd- ari getur sett fram sína túlkun á manneskju án þess að fyrirmynd- in hafi nokkuð um það að segja. Til er frægt dæmi um þetta úr Ijósmyndasögunni frá árinu 1963 þegar bandaríski Ijósmyndarinn og gyðingurinn Alfred Newman fékk það verkefni að taka portrett af nafna sínum Alfred Krupp, eig- anda þýsku Krupp-risasamsteyp- unnar, til birtingar með tímaritsvið- tali í Life. Krupp-samsteypan hafði blómstrað á valdatíma nasista sem stærsti hergagnaframleið- andi Þýskalands, og var eftir stríð sökuð um að hafa notfært sér vinnuafl gyðinga sem hnepptir höfðu verið í þrældóm af Þriðja ríkinu. Krupp hafði verið einn af stjórnendum samsteypunnar á stríðsárunum. Afrakstur myndatöku Newmans olli miklu fjaðrafoki. Uppstillingin gat þó varla verið hefðbundnari: Krupp sitjandi við skrifborð í einni af verksmiðjum samsteypunnar. En með lýsingu undir og til hliðar á andlitið tókst Newman að skapa djöfullegt andrúmsloft og sýna Krupp nánast sem hinn Vonda sjálfan. Myndin birtist ekki með viðtalinu, en Newman hafði tekist að koma skilaboðum sínum á framfæri. Seinna varð myndin víð- fræg og er ein af merkustu mynd- um þessa portrettmeistara. í tilfelli Krupps má segja að Newman hafi verið að búa til ákveðna túlkun af hans innri manni. Þetta er langt í frá algilt um mannamyndir. Oft notar Ijós- myndari fólk aðeins til þess að skapa stemmningu, búa til fallega mynd. Og þá komum við aftur að því sem þessi pistill hófst á; hvernig það er gert er eins mis- munandi og Ijósmyndararnir eru margir. Sama manneskjan getur átt sér mörg andlit, það fer allt eft- ir því hvernig viðkomandi Ijós- myndari sér hana. Tímaritið Ský fékk Herdísi Sigur- bergsdóttur, handboltakonu í Stjörnunni og landsliðinu og að- stoðarkonu tannlæknis, til þess að verða einskonar „leir“ sem fimm Ijósmyndarar fengu frjálsar hendur um að móta. Afraksturinn gefur að líta á næstu síðum. JK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.