Ský - 01.02.1998, Page 58
AKUREYRI
FLUGFÉLAGSBÆRINN
Vinsælasti
viðkomu-
staðurinn
SundLaug Akureyrarbæjar allt áriö
Vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Akureyri er án efa
sundlaugin við Þingvallastræti.
„Nánast allir sem heimsækja bæinn bregða sér í sund," seg-
ir Kristinn G. Lórenzson, forstöðumaður sundlaugarinnar.
„Það á reyndar líka við á veturna. Ef veðrið er ekki nógu gott
til þess að fara á skíði kemur fólk í sund og ef vel viðrar kem-
ur það á kvöldin í pottana eftir skíðamennsku dagsins," bætir
Kristinn við.
Á síðasta ári voru skráðar 245.000 heimsóknir í Sundlaug
Akureyrarbæjar, en það jafngildir því að hver bæjarbúi hafi
farið meira en sextán sinnum í sund á síðasta ári. Eru Akur-
eyringar fyrir vikið heldur sundglaðari en höfuðborgarbúar
sem fara að jafnaði um fjórtán sinnum í sund á ári.
Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir við
sundlaugina. í vor verður tekin í notkun ný 25 metra laug við
hlið gömlu laugarinnar sem þá mun fá nýtt hlutverk. Hún
verður stytt og grynnkuð og aðlöguð þörfum yngstu kynslóð-
arinnar sem einnig fær nýja busllaug. Á sama tíma er stefnt
að því að ganga frá nýju húsi að utan, en það mun hýsa af-
greiðslu og búningsaðstöðu kvenþjóðarinnar í framtíðinni.
Þac hús á að vera fullbúið að ári og mun einnig hafa að
geyma pott sem hægt verður að synda úr og út í gömlu laug-
ina. Fyrir utan húsið verður svo stór, nýr nuddpottur.
Að sögn Kristins eru ýmsar aðrar framkvæmdir í bígerð á
því svæði sem heyrir undir sundlaugina, íþróttahúsið og fjöl-
skyldugarðinn, en þetta þrennt telstein rekstrareining. Fjöl-
skyldugarðurinn verður til dæmis stækkaður verulega í vor
og sett upp minigolfbraut, ný rennibraut og bætt við fleiri
rafmagnsbílum á hina vinsælu bílabraut garðsins. Þá er verið
að byggja um 50 metra löng undirgöng sem tengja sundlaug-
ina og íþróttahúsið. Að sögn Kristins er stefnt að því að öllum
framkvæmdum verði lokið árið 2001.
Akureyringar hafa hingað til nánast verið einráðir í ísknatt-
leik. Lið Skautafélags Akureyrar er margfaldur íslands-
meistari og hefur reyndar alltaf unnið titilinn frá því deildar-
keppnin hófst keppnistímabilið 1991 til 1992.
ísknattleikur var lengi vel stundaður af mestri alvöru fyrir
norðan enda aðstæður hvergi betri á landinu lengi vel. Um
tíma var þar eini svellramminn og árið 1987 kom þangað vél-
frystibúnaður. Þegar höfuðborgarbúar fengu sitt skautasvell
árið 1990 fengu Norðanmenn fyrst einhverja samkeppni af
viti á svellinu. Nú lítur hins vegar út fyrir að Reykjavík sé að
taka forystuna í þessum efnum með því að byggja yfir skauta-
svellið í Laugardal.
Magnús Finnsson, formaður Skautafélags Akureyringa er
þó ekki mjög áhyggjufullur enn sem komið er.
„Við erum ekki enn búnir að glata forskotinu, en það mun
þó hverfa fljótt ef ekki verður byggt yfir svellið hér."
Magnús segist hins vegar trúa því og treysta að það verði
reist hús yfir skautasvellið mjög fljótlega.
„Maður er nú svo bjartsýnn að maður hefur trú á að eitt-
hvað verði búið að gerast fyrir haustið. Þá er ég að tala um
að ákvörðun um bygginguna liggi fyrir, en í framhaldi af því
er stutt í að framkvæmdir geti hafist."
Þess má geta að deildarkeppnin í ísknattleik hefst um miðj-
an febrúar og stendur að öllum líkindum fram í apríl.
Skautasvellið á Akureyri er opið almenningi frá 7-21 virka
daga og frá 13-16 og frá 17-21 um helgar.
Margfaldir
meistarar
Á annað hundrað iðkendur
ísknattleiks
56
LJÓSM.: JÓN KALDAL