Ský - 01.02.1998, Side 73

Ský - 01.02.1998, Side 73
Hér fyrr á öldum voru Ásverjar ríkustu menn landsins. Brennisteinsnámurnar í Mývatnssveit voru þeirra auður. Þrjátíu ára stríðið var ekki sök Ásverja en meðan á því stóð græddu þeir á tá og fingri á brennisteininum sem var notaður við skotfæragerð. Nú getum við notið þessa fjögurra ferkílómetra brennisteinshverasvæðis í friði og spekt - þar er enginn lengur við námuvinnslu - andað að okkur lyktinni og heyrt hverina hvæsa í kapp við kulda og trekk. Reyndar er svæðið varasamt yfirferðar. Það er stutt niður á brennandi hita. PS í Mýuatnssueit Qðlegar konur í Reykjauík Ekki bara kaffispjall, heldur heimsóknin í Árbæjarsafn, Dsta- og smjörsöluna, Veðunstofuna, Þjóðarbókhlöðuna .. Af öllum þeim aragrúa af félaga- samtökum sem finnast í landinu kennir margra grasa. Síðastliðin þrettán ár hefur til dæmis starfað klúbbur sem heitir „International Women of Reykjavík“. Enska nafnið er engin tilvilj- un því stór hluti hópsins eru konur tengd- ar sendiráðunum í Reykjavík, auk annarra erlendra og íslenskra kvenna. Klúbburinn var settur á stofn til að gefa konunum tækifæri til að komast í snert- ingu við menningu, listir og atvinnu- og mannlíf á íslandi. Frumkvöðullinn var amerísk kona að nafni Linda Stillman- Zube sem var búsett á Islandi í fimm ár. Nokkurs konar þríeyki stjórnar starf- inu, ein kona úr hópi sendiráðsfólks, ein íslensk og ein af Keflavíkurflugvelli. í gegnum árin hefur meðlimafjöldinn verið um fimmtíu. Klúbburinn er opinn þeim sem hafa áhuga á alþjóðlegum málefnum. Eins og gefur að skilja er endurnýjun tölu- verð, en þumalputtareglan byggist á því að um þriðjungur kvennanna sé íslenskur, þriðjungur af Vellinum og þriðjungur af erlendu bergi brotinn. Ekkert í reglunum bannar karlmönnum aðgang. Þeir hafa að vísu ekki sýnt mikinn áhuga enn, eða kannski endurspeglar þetta karlmannsleysi bara samfélagið í heild. Konurnar hittast einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, fara á söfn, fá til sín fyr- irlesara, eða heimsækja stofnanir og fyrir- tæki. Félagsgjöld hafa verið í lágmarki, en ef einhver afgangur verður af aurunum hefur þeim verið varið í landgræðslu, eða til skógræktar með gróðursetningarferð í „Vinaskóg" á Þingvöllum. Blaðamaður skellti sér á janúarfund sem haldinn var á Hótel Holti. Það verður að segjast eins og er að eini karlmaðurinn í hópnum var Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur sem leiddi kvennaskarann um listaverkasafn hótelsins áður en sest var að hádegisverði. Hver veit nema maður mæti með þeim í Óperuna í mars! MB 71

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.